fimmtudagur, júlí 28, 2005

Já já,,,það er að koma enn ein Verslunamannahelgin! Djö,,,, leiðist mér útvarpið um Verslunarmannahelgina..allir eru hressir að gera eitthvað ægilega sniðugt, með skuldahalann í borunni..grilla pylsur, tjalda fellihúsinu, kaupa bensín, kaupa ís, hlusta á tónlist, vera hress, leika við börnin, fá meiri skemmtiatriði, drekka meiri bjór, meiri vodka, labba á fleiri fjöll, sigla niður fleiri ár, reykja meira, tala meira...meira af öllu!

Draugur er massa fúllegg, ojbarasta! Ég er Schrooge á Verslunarmannahelgar, hef alltaf hatað þær...til skrattans með það að gera eitthvað, ætla ekki að gera neitt!..læt ekki múgæsinginn ná til mín. Nei skal liggja í bælinu, lesa endalaust af vísindalegu fræðilegu mjög alvarlegu efni sem fjallar ekki um útilegur og hvernig beri að haga sér við grillið!

Annars hef ekkert að segja sniðugt, enda eru draugar aldrei sniðugir, bara stríðnir og miklir tækifærissinnar!

miðvikudagur, júlí 27, 2005

Datt í það!!!!! Ægilega...en þess var þörf,,,súkkulaði, datt í það..Draugurinn situr núna ropandi og kámugur fyrir framan tölvuna. Fullur af Risa stóru rís og kúfuðum disk af kókapuffs!..ojbara..en mig langaði bara svo..og lét verða af því. Nammi namm... Jón Glói var mikið heima við í dag, æpandi af pirringi á allt og alla, milli þess sem hann sat gapandi af hita ofan á útidyrahurðinni á Galdrasýningunni. Merkilegur kvistur þessi hrafn.

Láki Jarðálfur var eitt sinn uppáhalds bók einhvers sem draugurinn þekkti, vegna þess að hann var alltaf að gera öðrum illt, en svo hætti hann að gera illt og breyttist í undurfallegt mannabarn. Þar með missti Láki af sér allt hið dýrslega útlit sem hann hafði, sem var; skott, krullótt hár, dýrslega uppmjó eyru og langleitt andlit. Merkilegt í alla staði.

þriðjudagur, júlí 26, 2005

Steinbítur, nýjar kartöflur, og ofur salat allt útbúið af Illugaskottu, endaði á kafi ofan í maga draugsins eftir góðan dag úti í Bjarnarfirði við vinnu. Kotbýli Kuklarans er flottur staður.

Veðrið lék við hvern sinn fingur, Jón Glói er komin með vin, eða kannsku kærustu, það er gott, enda var hann búin að vera alveg vængbrotinn eftir að Jón lærði hvarf eitthvert í bókalesturinn mikla.

Illugaskotta verður í frí um þessa annasömu helgi, ætla heim á fornar slóðir, Blönduós.

sunnudagur, júlí 24, 2005

Sunnudagur,,og það er sól...og mjög hressandi vindur úti. Fjör í gær, og Kotbýlið mun slá í gegn, það er magnaður staður. Hitti mann og annan í gærkveldi...og alltaf kemst Illugaskotta betur og betur af því að Ísland er lítið..það þekkja allir alla og einhvern veginn tengjast allir öllum á óbeinann eða beinann hátt.

Illugaskottu finnst ekki gott þegar neikvæðann tón kveður í garð náttúruverndar, stundum er fjallað um þjóðgarða og vernduð svæði á Íslandi með neikvæðum undirtón. Kannski þurfa viðhorf beggja að breytast þeirra sem vilja vernda og þeirra sem vilja nýta...það heldur Illugaskotta að sé besta ráðið. Nýjasta dæmið um lítilvægann nei tón, sem ég hef rekist á er úr fréttum hjá Ríkisútvarpinu þar sem fjallað er um að nú sé verið að beita sauðkindinni á lúpínuna í Bæjarstaðarskógi sem er í Þjóðgarðinum á Skaftafelli. Fréttin endar á þessum orðum:

Gamli bóndinn í Skaftafelli sagði raunar alltaf að lúpínuvandamálið væri auðleyst með beit en ráðamenn í þjóðgarðinum og helstu postular náttúruverndar í landinu telja sauðfé ekki eiga heima í þjóðgörðum og hafa þar til í vor þvertekið fyrir að hleypa því á hina helgu staði. Postular og helgir staðir! undralegt í alla staði finnst mér að taka svona til orða. En taki hver til sín sem á.

Valdís Vera og Laufey elduðu hádegismat fyrir mig í gær og komu með hann í vinnuna, það var ljúft. Núna eru þær úti í Bjarnarfirði. Ég hlakka til ferðalagsins míns í ágúst.