föstudagur, apríl 15, 2005

Illugskotta er lennt á klakanum hvíta og svarta, hvaða hvaða. Undarlegt alltaf að hafa verið í henni stóru Ameríku,,,og vera svo komin hingað. Flugvöllurinn var klikkaður,,,ég var hress og horfði á sólina koma upp í morgun á meðan við flugu til austur eins langt í burtu frá Ameríku og hægt er,,,að ég held.

Fer að Hnappavöllum í dag, og verð þar yfir helgina. Það verður fjör, svo á ég afmæli á morgun og það er frábært. Var spurð 2 sinnum í gær um skírteini þegar ég var að kaupa mér bjór á amerískum pöbb,,,,það var líka fjör,,,þarft að vera 21 til að geta keypt drykki í Minnesota fylki.

Jæja,,,svo er það bara raunveruleikinn grái sem tekur við, flytja aftur á Strandirnar sem ég get ekki beðið eftir og byrja að vinna sem verður flott.

fimmtudagur, apríl 14, 2005

Er i Minneapolis, her er rosa sumar. Flyg af stad klukkan 1920, hedan i kvold. Lendi klukkan 620 i fyrramalid a islenskum tima, helt eg myndi lenda thann 14. april, en thad er hinn 15. april.

Var ad vesenast ad hringja til Islands i morgun til ad lata Idunni vita, ad eg komi ekki fyrr en i fyrramalid a landid blaa.

Frida og Raggi, eg oska ykkur til hamingju med litlu stelpuna ykkar sem kom i heiminn i gear eda dag!,,veit thad ekki.

Illugaskotta er alveg komin med nog af thessum Bandarikjum...einum of stressful,,ef thid skiljid mig. Strid, fridur, hermenn, logsaekja, fara i mal, og allt thad..og risa storir diskar af ollu ef madur kaupir mat...allt er risa risa stort her. Brummmmmmmm....best a drifa sig i gardinn i gongutur og svo er thad flugvollurinn.

mánudagur, apríl 11, 2005

Nú fer dvöl Illugaskottu að styttast hér í Canödu. Í dag sá ég næstum því bjór, sem var að naga tré, þvílíkt og annað eins. Sem þessi dýr geta nagað tré, heilu bjálkarnir sem þeir fella.

Á morgun þarf ég að gera margt: hitta fólk, kaupa þetta og hitt og bara vera til. Í dag aðstoðaði ég við sweat lodge, var úti. Það var gaman, að fara með steinana inn, rétt hitt og þetta og sjá um eldinn sem er úti. Veðrið hér er brjálað gott, hiti, logn og það er næstum því alltaf sól hérna. Fór í sweat lodge í gær, það var svo heitt að ég hélt ég myndi drepast!,....og hjartað hamaðist og ég át og át frosin jarðarber. Held þið skiljið ekkert í þessum sweat mínum, en hvað um það.

Nú er veruleikinn að koma aftur inn í líf mitt, það er ágætt, smá kinnhestur en lifi það af, enda þarf ritgerðin sem ég hef lítið skrifað um þessa daganna að komast í prentun, og hún þarf einnig að vera kynnt í júní. Vörn er það kallað.