fimmtudagur, apríl 10, 2003

Nóg að gera. Redda húsnæði í Kanada, græja heimildir til að taka með norður svo ég geti eytt páskunum við það að læra en ekki tala við fjölskylduna mína, kaupa drasl til að græja bílinn,,,ætla að laga húsið á pallinum svo það sé hægt að sofa á honum án þess að eiga það í hættu að rigna í kaf, einnig laga lakkið þar sem ryð er komið eða er að fara að láta sjá sig. Vá ég geispa...yfir þessu öllu. Á eftir að kaupa páskaegg, þau eru ódýrust í Bónus var að lesa moggann.

Það er kleinukvöld í kvöld hjá nokkrum sprækum norðlendingum. Við fjórar höfum aldrei bakað saman kleinur og ákváðum að drífa í því í kvöld.

miðvikudagur, apríl 09, 2003

Davíð Oddson sagði við opnun Þjóðmenningarhúsins-snobbhúsins, að þetta væri nú hús í lagi til að hýsa þjóðarsálina!!!!
Ég bara spyr, ef það er til þjóðarsál, myndi hún virkilega sóma sér vel í Þjóðmenningarhúsinu og vera spegill af þjóðinni okkar þar????
Verð að bíða með það að verða heimsfræg í Svíþjóð, því ég er að fara norður. Málið er það að einhver sænsk kona sem er að skrifa grein um ketti hafði séð bókina mína og vildi taka viðtal við mig fyrir eitthvert sænskt tímarit en ég er að fara norður og hef engan tíma fyrir það að verða fræg í Svíþjóð. Stríðið er enn þá, hvað ætli það sé búið að vera í marga daga? Stríðið sem átti að taka snöggan enda, en er örugglega endalaust. Þessar aðgerðir munu auka á hryðjuverk í heimnum og auka á vantraust milli þjóða, það er ég 100% viss um.

Nigel Dower kennarinn minn í umhverfis siðfræði verður með fyrirlestur í dag í Lögbergi klukkan 17:15 um málefnið hvort hefnd við hryðjuverkum auki ekki vantraust þjóða í garð annarra þjóða. Nigel er frá Skotlandi, hann kennir siðfræði við Háskólann í Aberdeen, og hann er gestakennari hér við HÍ í 3 vikur. Mjög klár, sniðugur og skemmtilegur, ég myndi vilja sjá hann tala við Halldór eða Davíð, hann myndi jarða þá hvað varðar röksemdir þeirra með stríði.

Páskafríið mitt verður tekið með trompi. Grettislaug er á dagskránni, að skella sér í hana, hún er á Reykjaströnd við Skagafjörð.

þriðjudagur, apríl 08, 2003

Íslendingar munu veita 300 milljónum króna í aðstoð við Íraka
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að láta fé af hendi rakna annars vegar til mannúðaraðstoðar og hins vegar til uppbyggingar í Írak að loknu stríði. Samtals verður veitt 300 milljónum króna til Íraks, þar af 100 milljónir króna til mannúðarastoðar. Að hluta til mun mannúðaraðstoðin verða veitt fyrir milligöngu ýmissa hjálparsamtaka s.s. Rauða krossinn, Hjálparstofnun kirkjunnar, Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna og friðargæslu.
Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, segir það muni bíða betri tíma með hvernig fénu verður nákvæmlega ráðstafað til uppbyggingar að stríði loknu. Gunnar Snorri segir fjárveitingarnar ekki tímasettar.

Er þetta ekki alveg dæmigert, við sem erum á móti stríði höfum bara ekkert um þetta að segja, er ekki verið að friða aðeins samviskuna? Og þá meina ég Dabbi og Dóri.....ég var á móti stríði og er. En núna ætlar ríkisstjórn okkar öfluga og sterka ríkis að borga 300 milljónir til þess að laga til í Írak!!! Hefði ekki verið nær að laga aðeins til í íslensku atvinnukerfi og ekki styðja þetta fjandans ómerkilega stríð????? Garghhhhh, nú er öskur tími...út í heimskustu ríkisstjórn allra tíma á Íslandi.
Hummm,,,,á maður að hlæja að óförum annarra? Athugið þessa frétt...hehehehe

Maður og kona fótbrotnuðu

Maður og kona fótbrotnuðu fyrir utan veitingastað við Tryggvagötu um helgina. Atburðarásin mun hafa verið með þeim hætti að konunni var hrint þar sem hún stóð fyrir utan veitingastaðinn. Við það brotnaði fótur hennar og þar sem hún lá í götunni kom maður aðvífandi sem hugðist veita henni aðstoð. Ekki vildi betur til en svo að honum var hrint og féll hann í götuna og fótbrotnaði.
Fólkið var flutt á slysadeild Landspítalans til aðhlynningar.
Sælt veri fólkið. Ég er í fínum fötum í dag því ég var búin að ákveða það að nota eitthvað af þessum fínu fötum sem ég á,,,og viti menn það er rok og rigning og Illugaskotta er í pilsi, neitar að láta veðrið stjórna gerðum sínum. Öskraði bara pínulítið á vindinn áðan á meðan hann þeytti mér til og frá þar sem ég var að labba á milli húsa og rigning er sko í stuði hér á Suðurlandinu. Ætlar hann aldrei að stoppa?
Fríða vinkona mín segir að ég geti alveg verið í svona fötum svo lengi sem ég hreyfi mig ekki, þá fari allt í klessu, því ég hreyfi mig of hratt, með of miklum hreyfingum sem bara passar ekki við pils og sokkabuxur,,,hemmm... Stundum, bara stundum öskra ég á Ísland en það hressir mann bara við.

Kanada er í stuði, það var verið að segja mér að allt sé að reddast,,,ég þarf bara að fara að panta mér húsnæði. Mér er boðið það að heil kanadísk fjölskylda komi bara á flugvöllinn, nái í mig, keyri mig heim til sín og þar fæ ég að vera í 3-5 daga á meðan ég er að koma mér inn í allt, er þetta ekki fyndið og sniðugt kerfi. En ég ætla að búa í miðbænum í Winnipeg hemmmmm,,hvar sem það nú er.

Hvað annað?,,,,veit það ekki. Ætla að læra að sigla á kanúa þarna í Kanada.

Fór í kaffi til mömmu og pabba hennar Fríðu í gær og það var ekkert smá flott hlaðborð sem beið eftir því að vera étið,,,ég og Hildur frænka átum og átum, og töluðum og töluðum, eða réttara sagt ég talaði. thí thí thí....

mánudagur, apríl 07, 2003

Ég var búin að líma mig niður til að lesa skóladrasl í gær en æddi svo út, fór í Kolaportið og missti mig alveg í bókabásnum. Rakst þar á bók sem var gefin út árið 1948 og hún ber það frumlega nafn:"Kynlíf". Og ruglið og ragnhugmyndirnar sem menn höfðu um líkama kvenna og karla á þessum tíma er ótrúlegt,,,ég er búin að hlæja mig vitlausa yfir þessari bók og mun klippa nokkrar klisjur inn hér í Skottubók bráðlega. Einnig fyndið að sjá hvernig orðaval fólks hefur breyst,,,,,,,hummmm. En rakst á fleiri bækur t.d. ævisögu Halldóru Bjarnadóttur, og tvær aðrar ævisögur, Ágúst sem bjó í Vatnsdalnum heima,,,og hann er að leysa frá skjóðunni eða svo segir titill bókarinna,,,svo ævisaga lygara sem var ættaðar frá Snæfellsnesi, en hann titlar sig ekki sem lygara ehehehe,,,bara allt sem hann segir er einum og klikkað. Já ég er ekki að lesa skólabækur bara að blogga og lesa ævisögur eins og gömul griðkona.

Dagurinn í dag er helgaður snatti,,,fara á skrifstofuna fyrir Nám erlendis til að fá undirskriftir og undanþágu blað um að ég þurfi ekki að taka hið hörmulega TOFEL próf, svo á aðra skrifstofu, svo að ljósrita allt draslið, svo að faxa allt draslið og svo að pósta allt draslið. Úffffffff,,,,,,og svo mæta í siðfræði,,,og heimsókn til mömmu og pabba hennar Fríðu því þau eru svo frábær og svo í kvöld eru frábærir Tv þættir um spendýr á ríkissjónvarpinu. Sem sagt mjög svo spennandi dagur í lífi Illugaskottu í dag.

sunnudagur, apríl 06, 2003

Í gær var farið í heimspekilega ferð með heimspekingi Svavari, heimspekingi Nigel og Kjartani. Við sem sagt æddum út úr bænum, skoðuðum heita hveri við Kleifarvatn og svo......læstum við lyklana inni í bíl. Ónei!!! óþolandi, vorum að sýna Nigel skoska doktornum íslenska snilld og svo fór allt í vaskinn, ekkert símasamband. En sem betur fer voru tveir menn þarna á vappi,,,við fengum far með þeim inn í Hafnarfjörð,,og kaldhæðið en satt þá björguðu bandarískir hermenn okkur. Keyrðu okkur inn í Hafnarfjörð, og svo var málunum reddað. Við sýndum bara Nigel hafnfirska menningu í staðinn, sem er fín.

Það er búið að svara greininni minni hvar fjaran mín sé, það var gert núna í sunnudagsmogganum, bara heill verkfræðingur sem fékk það verkefni að svara mér því Landsvirkjun bað hann um það,,,hann fékk að hafa fullt af myndum en ekki ég. Verkfræðin rúlar víst.