mánudagur, nóvember 08, 2010

Illugaskotta telur Jón Gnarr vera ferskan andblæ inn í kolryðgaða íslenska pólitík, hann vill breyta stjórnmálunum.

Er að skoða hvernig er hægt að búa til hreinsilegi fyrir eldhús, baðherbergi, spegla og gler úr ediki, vatni, matarsóda, ilmkjarnaolíum, og jurtasápu.

Það er hægt að spara peninga um leið og þú ert að taka þátt í því að vera umhverfisvæn manneskja. Það eru til hundruðir ef ekki þúsundir tegunda af hreinsilögum, þeir eru í öllum litum og innihalda efnasambönd sem eru ekki holl okkur eða umhverfinu. Ég man eftir því þegar ég var barn hvað ég kvaldist þegar ég þurfti að ganga með fram rekkanum sem innihélt þvottaefnin, ég gat varla andað og varð illt í nefinu.

Það er hins vegar mjög dýrt að kaupa umhverfisvæna hreinsilegi og þess vegna er kostur tvö að búa þá til heima. Það á ekki að vera á fárra færi að vera umhverfisvænir heldur allra.

Uppskrift af umhverfisvænum og ódýrum uppþvottarlegi:

500 gr af Jurtasápu, fæst í Jurtaapóteki Kolbrúnar grasalæknis, Laugavegi 2
20 dropar af þinni uppáhalds ilmkjarnaolíu, þær fást í flestum heilsubúðum.
Illugaskotta mælir með sítrónu ilmkjarnaolíu eða lavender.

Ekki henda gömlum uppþvottarbrúsum því í þá getur þú sett nýja, ódýra og umhverfisvæna uppþvottalöginn þinn í. Einnig geyma gamla spreybrúsa undan gluggaspreyji t.d. því í þá er hægt að stetja heimagerða alhliða hreinsinn og gluggahreinsinn.

Uppskrift af alhliða hreinsi, fyrir nærri allt sem þarf að þrífa.

2 tsk jurtasápa
2 matskeiðar edik
2 bollar heitt vatn
1/4 tsk lavender eða eucalyptus ilmkjarnaolía
3 dropar tea tree ilmkjarnaolía

Blandið öllu saman og setjið í spreybrúsa, notist á nærri allt nema gler.

Uppskrift af klósettskálarhreinsi
Það er ekki gaman að þrífa klósettið segir Illugaskotta! En þegar þú notar þessa blöndu þá er gaman.

1/2 bolli matarsódi
1/4 bolli edik

Dreifið matarsódanum yfir klósettskálina eins og það sé komin snjókoma ofan í klósettinu þínu og svo kemur það skemmtilegasta! Helltu edikinu yfir allt saman...friss !!!!!...gaman...og svo skrúbba eins og enginn sé morgundagurinn. Frábær hreinsivökvi...sem hefur góð áhrif á allt og alla.

Uppskrift af speglahreinsi, má nota á gler líka

1 1/2 bolli edik
1/2 bolli vatn
4-8 dropar af þeirri ilmkjarnaolíu sem nefinu þínu líkar vel við. Nefi Illugaskottu líkar best við appelsínuilmkjarnaolíu í þessa blöndu.

Nú er bara að hella sér út í að viða að sér þessum innihaldsefnum, bjóða vinum og vinkonum að koma líka með þér í þetta verkefni og blanda svo saman nokkrar blöndur.

Illugaskotta óskar ykkur góðra og umhverfisvænna daga við þrifin.









sunnudagur, nóvember 07, 2010

Illugaskotta er mætt á svæðið! Stika aftur inn í hinn stóra netheim. Ég hef alið manninn lengi úti í Kanada á indjánaslóðum en þeirri dvöl lauk í byrjun janúar 2010. Veit ekki alveg hvað ég ætla að segja í þessu bloggi og stika hægt inn á þetta vefsvæði.

Hef svoldið fengið nóg af álversumræðunni og dottið þetta í hug:


Hugmyndir fyrir atvinnuskapandi og sjálfbæra atvinnusköpun.
  • Uppbygging stórra gróðurhúsa sem myndu framleiða lífrænt og ekki erfðabreytt grænmeti og ávexti. Viðskipti með lífrænt vottuð matvæli eru þau viðskipti sem fara hvað mest vaxandi í Bandaríkjunum í dag, þessi viðskipti eru framtíðin, það er ekki hægt að borða ál, við getum lifað án áls en ekki án matar og vatns.
  • Uppbygging heilsuferðaþjónustu sem snýst um að komast í náttúru sem er ómenguð, án mengandi efna, hávaða og ljósa.
  • Uppbygging menningarviðburða út um allt land, nýta félagsheimli og bíóhús sem flest hver eru algerlega ónýtt úti á landi.
  • Tækniþróun á endurnýtanlegum orkugjöfum. Sólarorku, vindorku, sjávarorku.
  • Koma bönkum og stjórnvöldum í skilning um að framtíðin fellst í endurnýtanlegum orkugjöfum og að í boði séu styrir og lán fyrir þá sem vinna að þróun þessarra orkugjafa.

Nú er komið nóg í dag, Illugaskotta er farin á Kjarvalsstaði til að klæða sig upp sem þvottakonu.