föstudagur, júlí 09, 2004

Það fór svo að Illugaskotta fór á þjóðlagahátíð á Siglufirði með Svavari. Núna erum við á Hólum í Hjaltadal á leið í sund, hér er um það bil 23 stiga hiti og við erum að bráðna.

Bíllinn hans Svavars hefur gert okkur mjög rykug, sem er alveg fyndið.

Er á leið á Blönduós. Verð þar um helgina, fór á frábært safn hér í Skagafirðinum, samgöngusafnið þar eru ótrúlega flottir bílar og dráttavélar...komst alveg í gott skap við að skoða þessar græjur.

miðvikudagur, júlí 07, 2004

Það er miðvikudagur í dag. Ég er komin í frí en veit ekkert hvað ég á að mér að gera það er svo margt hægt að gera. Er að spá í að fara upp á Arnarvatnsheiði, Blönduós, Mývatn, Blönduós, Hólmavík og Ísafjörð, en frá Ísafirði er hægt að fara í dagsferð að Aðalvík á Hornströndum og ganga þaðan yfir á Hesteyri, þessi ferð með bátnum og göngunni tekur um 10 klukkustundir.

Svo er líka hægt að fara til Reykjavíkur og gera ekki neitt nema hitta vini sína, drekka kaffi og láta reykja yfir sig, það er líka fínt. Frí eru stressandi fyrirbæri, maður á alltaf að vera að gera eitthvað sniðugt. Mig langar nú mest að vera heima á Blönduósi, klípa köttinn Glúm, strjúkja hrossunum, dunda í bílnum mínum og stússast með fjölskyldunni minni, leggja net og veiða fisk í soðið.

Ætla ekki að gera neitt sniðugt, ætla bara að vera heima og lesa þunglyndisljóð frá 19. öld sem láta mann vera ósköp hressann með það ástand sem er í þjóðfélaginu í dag.

Illugskotta bloggaði fyrir 2 dögum en bloggið hvarf inn í vetrarbrautina, þar er einhver geimvera eða geimveira að lesa það. Bestu kveðjur til ykkar frá Illugaskottu.

mánudagur, júlí 05, 2004

Sællt veri fólkið. Það er allt búið að vera brjálað í vinnunni, allir alltaf að spyrja sömu spurningarnar. "Hvaðan koma hrafnarnir?" "Hvað eigið þið þessa hrafna" og áfram og áfram.En svo eru líka skemmtilegar spurningar...um allt það er viðkemur göldrum.

Ég fer í frí annað kvöld. Veit ekkert hvert bíllinn eða hugurinn mun bera mig. Ég hef verið að spá í að fara á þjóðlagahátíð á Siglufirði, eða á Fjallabakið, eða á Vestfirði fara þar á kajak í bátsferð á Hornstrandir og sigla yfir Breiðafjörðinn og koma við í Flatey. Veit það ekki, eða fara heim á Blönduós og liggja með tærnar upp í loft.

Manga hrafn vill alls ekki láta henda sér upp á þak eins og hveitipoka, hún andskotast um allt urrandi og bölvandi þegar ég hef verið að reyna að ná henni. Í kvöld hennti ég systur hennar upp á þak því hún vill ekki fljúga, síðan reyndi ég að ná Möngu. Hún bölvaði mér í sand og ösku, loksins stökk hún upp á bekkinn og upp á bakið á honum, þar var hún að vandræðast með það hvernig hún færi að því að fljúga þaðan. Ég kom til hennar og þá stökk hún upp á axlirnar á mér og síðan flaug hún upp á þak. Núna kúra þær systur saman upp á þaki, öruggar fyrir drekum og nornum.

Bjarni bró er komin til Spánar að ég held, Lára og Þorvaldur voru hjá mér í eina nótt og þau eru líka á leið til Spánar, hvert ætti ég að fara næst???? Mig og mér og þeim langar til Indlands.