laugardagur, júní 04, 2005

Í gær var Illugaskotta í uppnámi, yfir afskiptaleysi íslenskra stjórnvalda á þeim vanda sem herjar á Vestfirðina, uppsagnir fólksins. Þetta er ekki hemja hvað þetta er slæmt, og einnig sá vandi sem steðjar að fleiri stöðum úti á landi. Ef Illugaskotta væri forsætisráðherra þá hefði hún farið strax vestur til að tala við fólkið, ræða úrlausnir og ný sóknarmið. Stefna að nýsköpun, efla frumkvæði fólksins.

Hvað er Halldór og hans ríkisstjórn að gera?!!!! Afhverju hætta þeir ekki við stóriðjuárformin? Afhverju hleypa þeir erlendum auðhringjum inn í landið okkar? Afhverju fer Halldór Ásgrímsson ekki vestur og talar við fólkið sitt? Hvað er hann að hugsa þessa daganna, forsætisráðherrann okkar?!!! Úfff,,,,öll sú þekking, reynsla og elja sem er að fara í vaskinn úti á landi vegna þess að stjórnvöld sjá bara eldspúandi álver sem hina einu lausn fyrir því að redda ,,landsbyggðar vargnum vinnu, sem vill svo ekki vinna í mengunar æxlinu..ÁLVERI!!! Það þarf svo að flytja inn erlent vinnuafl.

Illugaskotta tók svo kæti sína aftur í dag. Stjórnvöld eru sjálf sér verst, og sem betur fer, verst er hve lítinn skilning þau hafa á landsbyggðinni, þeirri menningu sem þar leynist og einstökum tækifærum. Leiðari Morgunblaðsins laugardaginn 4. júní , er gjörsamlega frábær, Morgunblaðið á hrós skilið. Styrmir Gunnarsson ritstjóri skrifar leiðarann Hágengi og hagstjórn.

Illugaskotta ætlar að vitna hér í nokkrar línur úr þessum pistli.

Eins og Morgunblðið hefur bent á eru raunar fleiri ástæður fyrir því að flýta sér hægt í stóriðjumálunum; bæði nærgætni gagnvart landinu og umhverfinu og hætta á aukinni einhæfni atvinnulífsins. Steingrímur. J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, hefur rétt fyrir sér er hann bendir á að stóriðjukappið má ekki verða til þess að takmarka möguleika annarra og e.t.v. arðbærari atvinnugreina. Í þessu efni þar að leita að jafnvægispunkti.

Takk fyrir þetta.

Ég mæli með að sem flestir kynni sér þessi mál, því þetta snýst um framtíðina fyrir okkur, börnin okkar og landið okkar. Álver eða önnur stóriðja fyrir börnin okkar. Er það áhugaverður og heilbrigður valkostur?

miðvikudagur, júní 01, 2005

Jón glói og Jón lærði eru mikið fyrir það að éta, enda eru þeir bara með eina görn. Corvus corax, eða öðru nafni hrafn, það eru þeir félagar.

Illugaskotta á það til að reyna að láta þá þagna,,það er ekki auðvelt, þeir arga eins og lífið sé að leka frá þeim. Að flauta lag fyrir þá virkar best og gefa þeim gogga nudd, og reyni bara hver og einn þetta á þeim. Það er ekki enn þá komin rigning, jörðin er farin að skrælna og flest allt sem vex á henni líka.

Er að borða jarðaber, þau eru frosin. Allt gengur vel, nóg að gera í flestu. Á föstudaginn kemur einkun fyrir ritgerðina, get ekki sagt að ég hlakki til, bara að ég nái. Það er nú markmiðið, ef ekki þá er lífið ekki alveg nógu sniðugt, núna er það sniðugt í dag, morgun en kannski ekki hinn.

Fór í sund í morgun, var ein í lauginni...vann í dag, og svo göngutúr eftir vinnu,,,þetta var eiginlega of mikil hreyfing fyrir slappann draug..en hollt er það, jamm.

mánudagur, maí 30, 2005

Tröllið fauk og það datt af því hausinn! Setning dagsins hjá Illugaskottu.

Sjórinn var eins og spegill klukkan 8 í morgun en nú er að hvessa upp úr hádeginu, hafgolan gamalkunna lætur sjaldan standa á sér. Það var frábært í veislunni okkar Hugrúnar á laugardaginn, mikið af góðu fólki og frábærar kökur..vá! Gulrótarkakan var æði,,og allt hitt líka.

Illugaskotta ætlaði aldrei að geta vaknaði í morgun, mánudagar eru þannig. Sýningin opnar á miðvikudaginn formlega. Bless...er að drekka jarðarberja skyrdrykk sem ég bjó til sjálf.