laugardagur, mars 01, 2003

Laugardagur. Er fyrir norðan, sumar og blóm í haga, það verð ég að segja. Norðurljósin eru ótrúleg í kvöld, gul og græn yfir Húnaflóanum. Með stútfullann maga af stappikjöti og öðru góðgæti,,,allir í góðu skapi, er að hugsa margt eins og venjulega, alltaf að gera áætlanir og koma hugmyndum á gott skrið út úr hausnum á mér og inn í tölvuna. Finnst stundum framtíðin vera furðulegt dæmi sem röð tilviljana og annara hluta hafa áhrif á.

föstudagur, febrúar 28, 2003

fimmtudagur, febrúar 27, 2003

Rop! Hátt rop. Mæli með Dalshrauni 10, lakkgrís. Keypti 2 kg af lakkgrís á 600 krónur, úfffff át samt of mikið meðan ég var að keyra aftur hingað í skólann. En sem sagt þetta var fyndin verslunarferð. Maður gengur inn gang, hringir bjöllu og þá opnast allt í einu lúga og ótrúlega gömul og lítil kona birtist sem spyr hvort maður sé komin til þess að kaupa drasl. Ég sagði bara já og hélt ég myndi fá hláturskast, horfði á frænku mína sem var með mér og er hinn mesti hláturspoki. Svo komu tveir pokar af marglitu drasli sem gott er að kjamsa á og þeir taka ekki kort þannig að muna að vera með reiðufé. Úfffff lakkgrís hann er erfitt að standast, sérstaklega þegar hann er nýr eins og þessi sem ég keypti.
Kynning á framhaldsnámi í dag í Aðalbyggingu Háskóla Íslands frá klukkan 16:00-18:00, nú á að trekkja að umhverfispælingar lið í námið, við verðum með þvílíkann básinn,allt í boði þar. Ætla í Hafnarfjörðinn í dag til þess að kaupa mér lakkgrís,,afskorinn, afganga, gallaðann....Fannar bróðir að koma í bæinn til þess að fara í tannstrekkingar, við ætlum til ömmu í kvöld í pylsur/pulsur og svo í bíó, hryllingsmyndina Hringinn. Hlakka til að sjá ömmu og fara í bíó. Svo skella sér norður annað kvöld þótt bílinn drekki bensín eins og sjúklingur þá verð ég að fara norður kíkja á liðið og skella mér á hestbak. Mun taka Guðrúnu Ósk og Fannar með mér norður, og nú er litli bróðir komin með bílpróf þannig að hann fær að keyra hér í bænum og kannski hálfa leið norður. Annars litlar aðrar pælingar í boði sem ég ætla að kynna fyrir ykkur, þið mynduð brjálast úr hlátri yfir hinum hlutunum sem ég er að pæla í .......

Ps,,,,fannst hugmyndin hans Sigga Atla snilld, að taka mynd af bumbunni á sér og setja á bloggið, mjög fyndið herra Siggi Atla.

miðvikudagur, febrúar 26, 2003

Annað las aðsenda grein í Morgunblaðið í morgun, frá Austfirðingi sem vill Kárahnjúkavirkjun en hann sem sagt heldur því fram að hreindýrin séu norsk og heiðargæsin sé bresk og þess vegna þurfi ekkert að vera taka tillit til þessara dýra eða réttara sagt þau eiga minni rétt á tilveru sinni fyrir austan því þau eru ekki alveg íslensk, hahaha, sér er nú hver vitleysan.
Þetta segir hann Jón vinur minn um sjálfan sig, Sigga Atla og mig.

Hér kemur topp þrjú listi yfir duglega bloggara sem ég þekki:

1. Siggi Atla - alltaf fjör að lesa bloggið hans, ekkert ótrúlega mikið að gerast en skemmtilegt og oft nýjar færslur. Fær plús fyrir kommentakerfið sem virkar stundum.
2. Ég sjálfur - gríðarlegt fjör á blogginu mínu, auðvitað, ætti auðvitað að vera í 1. sæti, en ákvað að hafa Sigga þar því hann er svo veikur fyrir hrósi og hamast þá við að blogga og blogga næstu daga til að standa undir væntingum.
3. Björk - mikið að gerast hjá henni, bloggið gefur ómetanlega innsýn í sálarlíf fjallkvenna þessa guðsvolaða lands. Af hverju ætli hún skrifi aldrei á sunnudögum?
Í gær varð ég vitni að því að það er best að vera alltaf samkvæmur sjálfum sér og taka markvissa afstöðu í málunum því annars ber enginn virðingu fyrir manni eða vill hlusta á mann. Maður nokkur sem ég þekki lennti í þessu í gær fyrir framan mig og nokkra aðra. Hann gat ekki réttlætt gjörðir sínar eða rökstutt þær þar sem hann hafði ekki verið samkvæmur sjálfum sér og getur aldrei tekið markvissa afstöðu í málunum.
Þetta var ömurlegt að horfa upp á en lærdómsríkt. En nóg um prédikanir.

Glúmur Bjarkan kötturinn minn er sjúklingur heima við, borðar ekki einu sinni uppáhaldsmatinn sinn, sem er harðfiskur en hann mun verða sprækur enda er hann Hafnfirðingur, það var víst keyrt á dýrið.

þriðjudagur, febrúar 25, 2003

Dæs, hjólið mitt er í sárum og ég líka. Allt kolfast í fjandans rassgati, missti stjórn á skapi mínu eins og naut í flagi. Teygja fór í kringum tannhjólið þar sem ég tandur hrein að koma úr sundi og svo allt fast, bögglaberateygjan fór í tannhjólið, ég burðaðist með hjólið á bensínstöð fékk þar lélegasta dúkahníf landsins og böðlaðist í þessu eitthvað, skar mig á dúkahnífnum og er öll í smurningu, missti mig alveg, ákvað að læsa hjólinu við ljósastaur, tók hjólið upp á arma mína og dúndraði því á ljósastaurinn, ljósastaurinn dó/slokknaði á honum og ég læsti hjólinu við hann, mennirnir á dekkjaverkstæðinu stóðu bara og gláptu á þetta geðvonsku skass mig mér var nú nokkuð sama, sparkaði í hjólið og æddi í burt. Næ í hjólið í dag á bílnum. Hvað kennir þetta manni? Nú bara hætta að hjóla og fara allt á bílnum og vera ekki þessi nánös að vilja ekki keyra bílinn í skólann og aftur til baka.....og ekki missa stjórn á skapi sínu þá gengur allt á afturfótunum og framfótunum, og brauðfótum

mánudagur, febrúar 24, 2003

Kötturinn minn sem er maður í álögum lennti í slag í gær við villikettina sem búa upp í Draugagili, Glúmur köttur rétt komst heim og beint til dýralæknis, var þar í nótt með næringu í æð,,,þannig að ofur kötturinn er að koma til sem betur fer, því hann er einn af fjölskyldunni.
Komin í bæinn, ferðin austur var frábær, gengið um hálft Skaftafell, að virkjuninni sem er mesta stolt þjóðgarðsvarðar, bakvið Svartafoss, upp að útsýnisskífu sem er við Sjónarsker, í torfbæinn og það sem meira var við sáum þrjá hegra, ég hélt fyrst að við værum að sjá risaeðlur því þetta eru ekkert smá stórir fuglar og æpti og skrækti á Sigga og Röggu og þau föttuðu ekki neitt og ég varð enn þá æstari og misti af því að taka mynd af hegrum/risaeðlunum. Veðrið var frábært, logn og blíða. Bílinn var tekinn í gegn í skemmunni hans Sigga, ég hef að ég held aldrei eytt eins miklum tíma á ævi minni undir einum bíl og pælt í smurningu og koppum og síum og leiðslum, og rafmagni og skrúfum og róm, og vá ég ætla ekki að drepa ykkur með bílakjaftæði. En sem sagt tók fram úr mörgum á leiðinni suður, þannig að jeppinn er sprækari eftir ferðina í skemmuna. Núna tekur Reykjavík aftur við. Skaftafell er sá staður á Íslandi sem getur endalaust komið manni á óvart. Fín ferð austur í Öræfin og þessi ferð mun seint gleymast.