föstudagur, júlí 08, 2005

Að sitja hátt uppi á priki eða ljósastaur langt fyrir ofan okkur öll hin fíflin er það sem krummar vilja gera. Einnig vilja þeir éta mikið, leika sér og leggja sig af og til, þá finnst þeim einkar gott að fá gogga og hausnudd. Illugaskotta er ekkert að rugla hérna, fylgist vel með þeim félögum Lærða og Glóa. Þeir eru skemmtilegar skringiskrúfur, sem ég get endalaust fylgst með.

Nú er ekki þurrkur, það er blautt úti. Tók til í herberginu mínu, það er afrek, og setti í þvottavél. Skipulagið er að koma aftur til mín. Laugardagur á morgun, 9. júlí. Það er há sumar.

fimmtudagur, júlí 07, 2005

Tveir dagar í útivinnu ekki slæmt. Búin að vera að vinna úti í Bjarnarfirði við Kotbýli kuklarans, það var fjör. Skrokkurinn er allur í strengjum, fínt. Það rignir og rignir. Millt og gott veður þó. Vinna um helgina. Á sunnudaginn er Knebelsdagur, en þann 10. júlí 1907, hurfu Þjóðverjarnir Knebel og Rudlof við Öskjuvatn. Þeir fundust aldrei, en sumir segja að þeir sveimi þarna um enn í dag. Ég hef oft velt því fyrir mér hvað hafi komið fyrir þá félaga, en aldrei komist á eina niðurstöðu.

Föstudagur til föstu, sagði einhver og datt á höfuðið.

þriðjudagur, júlí 05, 2005

Ef allt væri eins og maður vildi hafa það þá myndi maður vilja hafa það öðruvísi.

Illugaskotta varð massa fúl í gær, því grein sem hún skrifaði og átti að birtast 19. júlí í Morgunblaðinu, birtist í gær!!! Hvaða heyksli er það? Ég er fúl út í Morgunblaðið, mér var boðið að skrifa aðra grein, stutta grein þar sem ég gæti vitnað í gömlu greinina mína. Enn þá fúlari við þetta tilboð. Draugurinn eyddi tíma og pælingum í greinina sína sem ber heitið: Landið lifir án okkar en við ekki án þess, hef engan tíma í að skrifa aðra grein. Er að skrifa svo margt annað.

Búin að vinna í dag, er á leið í sund, svo elda mér hamborgara, flaka og taka innan úr fiski, glápa á kassann,,,drekka pilsner, hugsa ekki neitt og vera ekki neitt. Það er ágætt.

mánudagur, júlí 04, 2005

Ferðin var góð suður, hitt mann og annan og miklu meira en það. Það er nú fjör að vera til eða er það ekki?

Súldin liggur hér yfir, nóg var að gera í dag. Hlautbollinn vekur forvitni hjá gestum, Illugaskotta heldur að það hafi ráðist á hana draugur í morgun, en hvað um það. Illugaskotta henntist upp í loftið og gargaði, þegar hurðin að hlautbollaherberginu lokaðist allt í einu af sjálfu sér.

Svona verða draugasögur til.

Það var svo mikil umferð suður, að ég er skil ekkert í því afhverju byggð úti á land sé ekki lögð niður af ríkisstjórninnni. Þá þarf þetta Reykjavíkur lið ekkert að fara út á land, lenda í umferðarhnútum og öllu þessu. Það getur bara verið heima með fellihýsið sitt!!!! Pakkið með hús eitthvað í eftirdragi var margt úti á vegunum í gær.

Það þarf að innleiða aðra ferðamenningu. Ekki hús í rassgatið ferðamenningu!