föstudagur, maí 23, 2003

Ég er í Kringlunni að blogga!!!!! Hjá Vodaphone þeir bjóða manni að nota tölvurnar hérna, var að versla mér gallabuxur bara sumargjöf til mín frá mér. Í dag ungi muna það ætla að fá mér einn unga með hinum ungunum....var að vinna í garðyrkju í allan gærdag sem var æði, blanda mold, setja mold í form, vökva tré, skoða hrossinn, keyra jeppa og öskar á hundana þegar þeir voru að gelta einum of á hrossinn og okkur, mig og Þórdísi vinkonu mína.

þriðjudagur, maí 20, 2003

Reddaði bílaleigubíl fyrir systkini mín sem eru að fara til útlanda í fyrsta skipti á ævinni ásamt kallinum, bróður hans pabba. Þetta verður nú meira fjörið hjá þeim, það liggur við að mig langi til þess að fara með þeim. Sólin er að grilla mann, veðrið er frábært og allt gengur vel í stússi og öðru brasi, ætla að kíkja á hana ömmu mína í dag.

mánudagur, maí 19, 2003

Hef ekki skrifað lengi enda kemst ég sjaldan í tölvu eða bara er að hætta að blogga þar sem sumarið er komið og ég er á leið út á land og upp á fjöll. Pabbi og mamma komu í bæinn í fyrradag, ég keyrði pabba út um allt á meðan mamma var á fundi, við fórum og keyptum tómat og gúrkuplöntur en það er gróður hús heima á blönduósi, svo var verslað í Bónus, skoðuð heil grafa, skoðað þar sem verið var að selja mold og rætt við moldarkalla en hann pabbi selur mold á Blönduósi til garðrotta, síðan fórum við í kaffi til ömmu og þá var étið og síðan lagt sig eftir matinn.
Ég var svo ógnarheppinn að fá sumardekk á 20 þús öll en ný dekk á jeppa eins og minn kosta um 17 þúsund krónur!! þannig að ég slapp vel,,,oooooo það er verið að reykja hérna fyrir utan ég er alveg pirruð. Jæja og svo er ég bara að sortera dótið mitt sem er að fara að geymslu og hitta fólk en það er gaman.