Fór í heimsókn til Röggu vinkonu í gærkveldi,,ég lág í eiginlegri merkingu orðsins í tölvunni hennar og í rúmminu hennar með henni,,það var gaman. Brenndum diska, spjölluðum eða ég spjallaði endalaust er með málæði, Ragga sat bara alveg freðin undir þessum tungufossi sem óð út úr mér. Síðan lágum við og horfðum á Sopranos,það er nefnilega búið að færa sjónvarpið hennar inn í herbergið sem er bara eitt rúm og sjónavarp og fleira nauðsynlegt.
Merkilega ruddalegir þættir þessir Sopranos, eru að versna ég meina líkamlega ofbeldið.
Það er frábærlega hvasst út, svo hvasst að maður þarf ekki að lyfta upp fótunum, þeir fjúka upp og maður svífur um tún, móa og hollt eins og Marry Poppins sem átti regnhlíf sem gat látið hana fljúga.
Er á Árnastofnun, búin að ljósrita og lesa yfir mig. Maður fær nóg af grúski, það lætur heilann stífna og stíflast. Er að fara út, eftir að fá lánuð nokkur ljósrit frá Gísla og síðan einangra mig næstu daga við skriftir. Þetta er orðið gaman núna.
Hitti Ásu í hádeginu, hún er búin með sína M.A ritgerð, og hún þolir ekki England eftir að hafa dvalið þar í ár.
Farin á fjúkandi ferð, út á tún.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli