fimmtudagur, október 28, 2004

Það rignir hér í Reykjavík. Hitti Gilla og syni hans tvo á Norræna húsinu í hádeginu. Þeir fara norður í Mývatnssveitina á morgun. Þar er víst vetur.

Ætla í bæinn í dag eftir klukkan 16:00. Er með fjöll af bókum með mér, sem ég þarf nú ekki að lesa en get nú notað samt.

Sef ógnar vel þessa daganna eftir að mér datt margt sniðugt í hug og hætti að bylta mér og hugsa allar liðlangar nætur og hafa áhyggjur af því að mér myndi aldrei nokkurn tíman aftur detta eitthvað sniðugt í hug.

Hef ekki enn þá farið á Þjóðminjasafnið, þótt það sé frítt inn á miðvikudögum. Ætla að bíða þar til Guðrún Ósk er komin suður, en hún er núna á Blönduósi á meðan þetta kennararverkfall stendur yfir. Það er eins og það hafi alltaf verið kennaraverkfall.

Sakna Glúms Guðmundssonar Bjarkan mikið (kötturinn minn) sem býr á Blönduósi. Hann hlustar á mig, segir aldrei neitt til að mótmæla mér og vill bara láta klappa sér,,svo slefar hann þegar maður klappar honum. Snilldar kötur sem ég hef áður talað um hér, enda er hann maður í álögum.

Mig langar að skrifa um álög. Afhverju verður fólk fyrir álögum? Ég þekki að minnsta kosti þrjár manneskjur sem eru undir álögum og einn kött.

Engin ummæli: