mánudagur, júlí 05, 2004

Sællt veri fólkið. Það er allt búið að vera brjálað í vinnunni, allir alltaf að spyrja sömu spurningarnar. "Hvaðan koma hrafnarnir?" "Hvað eigið þið þessa hrafna" og áfram og áfram.En svo eru líka skemmtilegar spurningar...um allt það er viðkemur göldrum.

Ég fer í frí annað kvöld. Veit ekkert hvert bíllinn eða hugurinn mun bera mig. Ég hef verið að spá í að fara á þjóðlagahátíð á Siglufirði, eða á Fjallabakið, eða á Vestfirði fara þar á kajak í bátsferð á Hornstrandir og sigla yfir Breiðafjörðinn og koma við í Flatey. Veit það ekki, eða fara heim á Blönduós og liggja með tærnar upp í loft.

Manga hrafn vill alls ekki láta henda sér upp á þak eins og hveitipoka, hún andskotast um allt urrandi og bölvandi þegar ég hef verið að reyna að ná henni. Í kvöld hennti ég systur hennar upp á þak því hún vill ekki fljúga, síðan reyndi ég að ná Möngu. Hún bölvaði mér í sand og ösku, loksins stökk hún upp á bekkinn og upp á bakið á honum, þar var hún að vandræðast með það hvernig hún færi að því að fljúga þaðan. Ég kom til hennar og þá stökk hún upp á axlirnar á mér og síðan flaug hún upp á þak. Núna kúra þær systur saman upp á þaki, öruggar fyrir drekum og nornum.

Bjarni bró er komin til Spánar að ég held, Lára og Þorvaldur voru hjá mér í eina nótt og þau eru líka á leið til Spánar, hvert ætti ég að fara næst???? Mig og mér og þeim langar til Indlands.

Engin ummæli: