miðvikudagur, júní 01, 2005

Jón glói og Jón lærði eru mikið fyrir það að éta, enda eru þeir bara með eina görn. Corvus corax, eða öðru nafni hrafn, það eru þeir félagar.

Illugaskotta á það til að reyna að láta þá þagna,,það er ekki auðvelt, þeir arga eins og lífið sé að leka frá þeim. Að flauta lag fyrir þá virkar best og gefa þeim gogga nudd, og reyni bara hver og einn þetta á þeim. Það er ekki enn þá komin rigning, jörðin er farin að skrælna og flest allt sem vex á henni líka.

Er að borða jarðaber, þau eru frosin. Allt gengur vel, nóg að gera í flestu. Á föstudaginn kemur einkun fyrir ritgerðina, get ekki sagt að ég hlakki til, bara að ég nái. Það er nú markmiðið, ef ekki þá er lífið ekki alveg nógu sniðugt, núna er það sniðugt í dag, morgun en kannski ekki hinn.

Fór í sund í morgun, var ein í lauginni...vann í dag, og svo göngutúr eftir vinnu,,,þetta var eiginlega of mikil hreyfing fyrir slappann draug..en hollt er það, jamm.

Engin ummæli: