miðvikudagur, ágúst 17, 2005

Flugslys í Grikklandi allir dauðir, flugslys í Suður-Ameríku, allir dauðir...Illugaskotta hugsar með hryllingi til sinna tveggja flugferða. Fimm tímar til Bandaríkjanna, og svo einn og hálfur til Winnipeg. Verst þegar þær eru að lenda, hreinn viðbjóður allt sem viðkemur flugvélum. Skelfing og angist grípur mig í hvert sinn sem flugvélar ræfillinn skelfur í loftinu.

Svo hættir hún að skjálfa en taugar draugsins eru þandar, augun stíf, og blóðið rennur aðeins hraðar, í lófunum má sjá svitadropa....flughræðsla er þetta víst kallað. Fælni, kíkið á www.doktor.is ef þið viljið lesa ykkur til um fælni og aðra krankleika.

Sólin skín en golan er köld, mjög köld. Krækiberin eru tilbúin, og einnig hvannarfræin, þarf að safna þeim. Jón Glói kemur af og til á svæðið, en hann er ekkert voða gjæfur lengur. Jú, bað um hausnudd í dag, en um draug fór hrollur því hrafninn er farinn að gogga ægilega fast, en hann lokaði sínum augum og vildi meira hausnudd.

Illugaskotta er enn harðákveðin í því að hætta að blogga.

Engin ummæli: