mánudagur, ágúst 29, 2005

Vinkona mín ein á afmæli í dag, Illugaskotta óskar Valdísi Veru innilega til hamingju með daginn. Draugur skrapp í heimsókn til fjölskyldunnar sinnar um helgina, það var gaman. Því var ekki að neita að um mig drauginn fór skringileg tilfinnig þegar hann var að kveðja fólkið sitt og dýrin í gær, mun ekki sjá þau í 5 mánuði. Hins vegar fékk draugur þær leiðinlegu fréttir í gær að hann Jón Glói krumma strákur væri dáinn. Greyið flug víst á rafmagnsvír.

Svo mitt í þessu öllu er draugsi með magapínu, kannski bara stress? Held það..þjóðmálin...já Gísli Marteinn í fyrsta sæti sjálfstæðismanna...gott sagði einhver að þeir hafi sett kjána í fyrsta sæti. Hvað fleira er í þjóðmálum? Ég barasta veit það ekki. Það væri gaman ef í þjóðmálum væri það helst að þingmenn landsbyggðarinnar hefðu ákveðið að fara að gera eitthvað sniðugt og gagnlegt fyrir landsbyggðina.

En frekar mun rigna gulli og tvíhöfða þursum heldur en að það gerist!

Engin ummæli: