laugardagur, október 08, 2005

Í dag er ég búin að vera hér í Kanödu í einn mánuð. Þetta hefur liðið hratt og margt hefur drifið á daga mína, en einnig er eins og ég sé búin að vera hérna alltaf. Ég bý í tveggja hæða timburhúsi, með 5 öðrum persónum. Það er Garry, sonur hans, kærastan hans og krakkinn hennar, einnig býr hér ungur maður sem er í afeitrun..krakkinn hennar er óþolandi lygari, kærastan er fúlari en fúlasta fúlegg, sonurinn er bara, Garry er fínn og ungi maðurinn sem er í afeitrun er fyndinn, eftir að hann stökk út úr sinni skel.

Ungi gaurinn sagði mér frá því að hann ætti hálfsystur sem hann hafi aldrei kynnst. Og þegar hann hafi komið heim í sitt samfélag eftir nokkrar mánaðar fjarveru, varð honum starsýnt á þessu flottu gellu. Hann sagði vini sínum að hann vildi fara út með þessari stelpu, vinur hann glotti og sagði: "Já með systur þinni?" Jeffrey hló bara, svo sagði hann mér í dag að það væri hræðilegt að fljúga í flugvél. Ég spurði afhverju, hann sagði:"Vegna þess að ég er næstum því úti í geimnum". Ég er enn þá að hlæja af þessu svari.

Stundum getur þetta orðið frekar pirrandi að vera innan um allt þetta fólk þótt að Illugaskotta sé vön að búa með mörgum, þá er þetta öðruvísi lið. En hvað um það.

Í gær og í dag hafa verið hérna nemendur úr grunnskóla þau eru frá 7 ára til 12 ára. Mjög skemmtilegir krakkar, indjánar. Illugaskotta hefur verið að segja þeim sögur frá Íslandi, sögur af tröllum, álfum, draugum, huldufólki, en hafmeyjur eru í uppáhaldi hjá þeim.

Hins vegar datt af þeim andlitið þegar ég fór að segja þeim frá okkar 13 jólasveinum, frá matarsiðum hennar Grýlu og einnig frá því hvað jólakötturinn gerir. Í dag vorum við að búa til Tomhahawks, sem eru axir eins og indjánar bjuggu þær eitt sinn til. Við hjuggum niður nokkur tré, og notuðum þau sem handföng á axirnar, síðan söguðum við gap upp í handföngin, náðum í flata steina og settum inn í handfangið og bundum síðan steininn fastan.

Sólin skein og allir voru kátir. Var að búa til brauðdeig en á morgun er ég að fara í tvö matarboð, og kem með mitt fjallagrasabrauð í þau bæði. Er á fullu í því að skrifa inn viðtöl og ætla að drífa mig í það núna.

Bestu kveðjur frá Illugaskottu.

Engin ummæli: