fimmtudagur, október 27, 2005

Ég sagaði niður mitt fyrsta tré í fyrradag. Það voru nú meiri lætin þegar það féll til jarðar, þetta risa tré líka. Það er mikil tækni að saga niður stór tré. Fyrst sagar maður upp það eins og munn í þá átt sem maður vill að það falli. Svo fer maður hinum megin við það og sagar að kjaftinum sem maður bjó til. Ég heyrði ekki neitt vegna hávaðans í vélsöginni sem ég var að bjástra við, svo byrjaði tréð að hreyfast. Illugaskotta hoppaði frá, og kallaði, "Timber!"...og bamm á jörðina það féll. Síðan sagaði ég það niður í eldivið. Það var gaman.

Sagaði svo mikið í gær að eigin mati að allt í einu klukkan 17:00 var ég komin með nóg. Hendurnar á mér voru lamaðar, var búin að saga svo mikið, lyfta upp drumbun og raða þeim upp í eldiviðarstaflann. Fór inn í sturtu og vinna í mínum skrifum.

Í gærkveldi kom Jeffrey svo heim eftir að hafa siglt upp ánna með sinn riffill, hann hafði víst skotið elg, en misst af honum inn í skógarþykknið. Við fórum að leita að þessum elg í morgun. Sigldum upp ánna og löbbuðum svo inn í skóginn, þetta er engin venjulegur skógur. Ég meina það eru engnir stígar, bara tré, runnar, greinar og brotin tré út um allt, svo þykkur skógur að maður verður að brjóta sér sums staðar leið út. Fundum ekki elginn, en skyldum Jeffrey eftir á sínum kanú, hann ætlaði að sigla lengra og finna fleiri elgi.

Það er sól úti, um það bil 12 stiga hiti, og smá gola. Er að fara út að saga meiri eldivið, byggja trjáhús og skafa börk á red willow, sem er lyf er Garry notar. Sýður börkinn og drekkur, góður við öllu víst segir Indjáninn.

Förum til Winnipeg á morgun til að ná í einhverja vandræða unglinga, tvö stykki eitt þessarra stykkja er víst með bleikt hár, strákur. Er varla að nenna í þessa leiðindarborg, en mun lufsast með, vil helst alltaf vera hér í sveitinni að sigla, skrifa og vinna. Þarf að nú að erindast smá í borginni.

Illugaskotta hefur það mjög gott, takk en og aftur fyrir öll kommentin og þá tölvupósta sem ég fæ, hef gaman af þessu öllu. En er ekki dugleg að skrifa tölvupósta því eins og ég hef þegar minnst á þá er netið hér í gegnum símalínuna og ég kann ekki við að hanga lengi á línunni.

Bestu kveðjur frá Björk og bjórunum sem eru farnir að reisa sér hús rétt við húsið sem ég bý í, fylgist með þeim daglega synda fram og til baka með greinar og leðju í húsið sitt. Iðnaði eins og vegagerðinni, skógarhöggi og rafmagnsgaurum er ekki vel við bjóra, því þeir raska umhverfi iðnaðarins, þess vegna skemma þessir gaurar stíflur bjóranna og sprengja upp húsin þeirra með dínamíti. Undarlegt hvað menn ráðast oft harkalega að dýrum.

Engin ummæli: