laugardagur, nóvember 26, 2005

Já það er ljótt að bölva og ragna, það veit Illugaskotta. Stundum verður hún orðljót en það er ekki sagt í vondum tón frekar í grín tón, en texti talar ekki til manns í grín tón, hann talar oftast í tón sem hver og einn túlkar fyrir sig.

Það eru engar fregnir af púkunum þremur, nema þær að sá elsti er komin í meðferð í Selkirk, en hinir tveir hanga á hóteli daginn inn og daginn út, á kostnað ríkisins, 400$ á dag, kostar að hafa þá á hóteli. Illugaskotta sér fáar leiðir út úr þessum vanda sem mörg ungmenni hafa í dag. Það þarf að vinna með fjölskyldunum, en ekki bara unglingunum. Það er eitt sem er víst. En nú eru að fara að koma kosningar og Paul Martin sem er forsætisráðherrann hér, og hefur stolið mörgum milljónum,,,þess vegna eru að verða kosningar vegna þess að hann stal milljónum dala....já hann vill núna ausa milljónum og milljónum í að hjálpa First Nations.

En það er ekki lausnin að ausa endalaust peningum í þetta fólk. Hvernig er hægt að hjálpa? Jú í fyrsta lagi að byggja upp eitthvað á þessum svæðum, samverkefni. Vinna að einhverju saman og sjá árangur. En ég er enginn Félagsfræðingur eða uppeldis eða menntafræðingur.

Í gær hélt ég að það yrði 1. desember í dag. Var í Winnipeg í gær en fórum með öll föt strákanna aftur til Winnipeg, þar er allt vitlaust í jólainnkaupum. Allt vaðandi í jólaljósum, jólaskreytingum, jóla einhverju. Keyrði bæði til Winnipeg og aftur heim, var frekar lúinn þegar heim var komið. En skellti mér beint í video gláp, keypti mér myndina Sin City! og vá hún lofar góðu, horfði á helminginn af henni. Þvílíka snildin það verð ég að segja.

Í dag erum við að fara í það að ná í um það bil 80 steina, sem verða notaðir í sweat lodge, verðum að ná í þá áður en það snjóar yfir allt. Síðan ætla ég að neyða Garry til að gefa mér viðtal, það er búið að taka mig núna fjóra daga til að fá hann til að gefa mér viðtal um vatn, en það er alltaf svo mikið að gera hjá honum að dagurinn er búinn og svo líða dagarnir.

Bestu kveðjur heim.

Engin ummæli: