sunnudagur, nóvember 07, 2010

Illugaskotta er mætt á svæðið! Stika aftur inn í hinn stóra netheim. Ég hef alið manninn lengi úti í Kanada á indjánaslóðum en þeirri dvöl lauk í byrjun janúar 2010. Veit ekki alveg hvað ég ætla að segja í þessu bloggi og stika hægt inn á þetta vefsvæði.

Hef svoldið fengið nóg af álversumræðunni og dottið þetta í hug:


Hugmyndir fyrir atvinnuskapandi og sjálfbæra atvinnusköpun.
  • Uppbygging stórra gróðurhúsa sem myndu framleiða lífrænt og ekki erfðabreytt grænmeti og ávexti. Viðskipti með lífrænt vottuð matvæli eru þau viðskipti sem fara hvað mest vaxandi í Bandaríkjunum í dag, þessi viðskipti eru framtíðin, það er ekki hægt að borða ál, við getum lifað án áls en ekki án matar og vatns.
  • Uppbygging heilsuferðaþjónustu sem snýst um að komast í náttúru sem er ómenguð, án mengandi efna, hávaða og ljósa.
  • Uppbygging menningarviðburða út um allt land, nýta félagsheimli og bíóhús sem flest hver eru algerlega ónýtt úti á landi.
  • Tækniþróun á endurnýtanlegum orkugjöfum. Sólarorku, vindorku, sjávarorku.
  • Koma bönkum og stjórnvöldum í skilning um að framtíðin fellst í endurnýtanlegum orkugjöfum og að í boði séu styrir og lán fyrir þá sem vinna að þróun þessarra orkugjafa.

Nú er komið nóg í dag, Illugaskotta er farin á Kjarvalsstaði til að klæða sig upp sem þvottakonu.


Engin ummæli: