föstudagur, febrúar 06, 2004

Bloggarar fara sjaldan yfir ósýnilegu línuna. Ég er þannig bloggari, var að blogga fyrir Fríðu vinkonu beint inn á spallrásina sem við vorum bara tvær inn á.

Bloggaði eins og ég væri til í að blogga. Hún flissaði og sagði að margir yrðu nú fúlir ef ég myndi blogga þannig. Það er að segja, segja sannleikann í lífi mínu. Hvað sé að gerast í raunveruleikanum og hvað ég sé að hugsa í dekkstu hornum hugar míns.

Ég vaknaði í morgun eftir þungan svefn, ætlaði aldrei að geta vaknað því það er svo gott að sofa með hríðina og vindinn lemjandi húsið/turninn að utan. Rottu helvítið svaf vel, ekki gaulaði hún neitt í morgun. Tók mig til í andlitinu. Bjó til arabískt kaffi, hitaði mjólk út í kaffið sem er hin mesta snilld.
Svo var sest fyrir framan vininn trausta/ tölvuna og byrjað að vinna.

Ég er frá á fæti í dag, mun skoppa um borgina í útréttingum. Enda minn dag á Mokka við skriftir í dagbókina mína, alvöru dagbók sem ég er að klára. Hugsanir, pælingar og myndir sem ég set í þá dagbók.

Jón Strandamaður og ég förum á fyrirlestur í kvöld kl 2030 ef einhver hefur áhuga,, hann er í Sögusundi,,,æji þarna í húsi Sögufélagsins í Fischersundi, þar á að vera fyrirlestur um sýningar, söfn. Hvað sé gott við söfn í dag og hvað slæmt, hvað sé hægt að gera til að gera söfn virkari, meira lifandi...held það allavegana. Þetta verður gaman.

Fara á opnun listasýningar á morgun á Kjarvalsstöðum og svo á Kapital um kvöldið á tónleika með Trabant. Hitta þar Láru kláru og hafa gaman af kvöldinu.

Engin ummæli: