laugardagur, febrúar 07, 2004

Það er eins og glugginn sé að koma inn eða út úr falsinu. Ég vaknaði við ógurleg læti hér í portinu, og gluggalæti. Klukkan er 524 um morgun.

Það var gaman í gær á safnafundinum. Það sem er megingalli flest allra safna á Íslandi er að það er allt of mikill texti á sýningum þeirra. Merkilegt, þetta grunaði mig nú fyrir en gott að fá staðfestingu á þessu frá gaur sem hefur farið um flest öll söfn Íslands.

Söfn þurfa að verða meira lifandi, fólk þarf að fá að koma við, lykta, hlusta og upplifa þannig. Einnig eru mörg söfn peningasvelt. Sýndar voru myndir frá hinum ýmsu söfnum, t.d. bara geymslu söfnum. En þar eru heilu haugarnir af gömlum hlutum hrúgað saman og litlar sem engar upplýsingar með þeim.

Fyrir hvern eru þessi söfn? Það vantar sérsýningar um atburði sem hafa ekki haft jákvæðar tilfinningar eða atburði í för með sér því það er líka sagan og þetta eru atburðir sem hafa átt sér stað.

Það þýðir ekkert að fjalla einungis um það sem hefur verið gott, fallegt, þjóðlegt og áhugavert. Það vantar að fjallað sé um sögur af hungri, vosbúð, sveitaómagar, hið leynda líf fólks, nasistar á Íslandi, morð á Íslandi, svik og prettir, lygar og djöfulskapur, framhjáhöld, brjóstarhöld,,,nei var að grínast með brjóstarhöld rímar bara saman,,,og fleiri svona dæmi, aftökur, aðbúnað fólks í fangelsum, framkoma við fanga á Íslandi og í Danmörku. Hvað varð um þá Íslendinga sem fóru í fangelsi í Danmörku eða á Íslandi???

Allt er þetta saga sem ber að miðla til þjóðarinnar. Ekki bara Hannes Hafstein og hans heimastjórn!!! Ekki er neitt spennandi við hann, eða það finnst mér ekki. Nema hann kaus sig sjálfur eins og stolltur kálfur.

Andvökur koma af stað pælingum. farin í bælið.

Engin ummæli: