mánudagur, febrúar 09, 2004

Vá,,,þetta eru einar verstu og lengstu hugmyndafæðingarhríðir sem ég hef gengið í gegnum á ævi minni og er hún nú orðin löng. Sat hér í allan dag til klukkan 16:00, skrifaði rugl og varð pirraðri og pirraðri. Svo ákvað ég að þetta gengi ekki lengur, æddi út. Er búin að reyna við þessa ritgerðarbeinagrind í um það bil 3 vikur!!!! Djöfull og andskotar hans allir fari þeir og veri.

Fór í Blóðbankann og viti menn, ég fékk hjúkku sem stakk á æðina þannig að blóðið spýttist út í allar átti, dauði og djöfull. En hún var voða hress, sagði mér að hún stoppaði alltaf á kaffihúsinu á Blönduósi, því heimatilbúni ísinn þeirra væri sá besti sem hún hefði smakkað. Hún og vinkonur hennar taka alltaf smurt og með því með sér í ferðir út á land, en eftir að þær uppgötvuðu Árbakkann á Blönduósi, þá væru þær hættar því. Þetta var gaman að heyra. Loksins eitthvað jákvætt um bæinn minn.

Jæja, fékk mér kaffi með hinum blóðgjöfunum, eitthvað var ég skrítin vegna þess að ég var eiginlega ekkert búin að éta í dag. Fór í sund, og þá fór huxið af stað, þetta bara gengur ekki að skrifa um þetta efni sagði skynsemin við mig. Ég neitaði að hlusta á þessa andskotans skynsemi. Sat í pottinum eins og ljótur pottormur, og neitaði að fara upp úr. Svo komu sundæfingar krakkarnir ofan í pottinn, fór að tala við þau. 7 ára snillingar.

Stóð upp loksins eftir mikið hux, og þá bara leið næstum því yfir slækið!!!! Of mikill hiti, of lítið blóð, of mikið hugsað...þurfti að stoppa setja hausinn niður við jörð,,,auli, sturta, geðvonska og meiri geðvonska...ræddi þessi ritgerðarmál við klárann vin minn.

Bölvaði og ragnaði,ég væri hætt við þetta allt, ég myndi bara skrifa um þjóðgarða og þeirra kosti og vandamál. En leiðinlegt efni,,,,,,,,,,,,,,ég vil skrifa um pælingar fólks áður fyrr á umhverfinu og hvernig það fór af því að skilja allt hér áður fyrr í náttúrunni.

Þá kom hugmyndin loksins, hún fæddist þar sem ég öskraði af reiði inni í bíl í símann minn sem var að grilla á mér heilann!!!! Svona er þá að fæða barn. Ég er svo aldeilis hissa. Nú held ég áfram að hugsa án geðvonsku heldur með bjartsýni í hausnum.

Kom við í Subway og bullaði bara eitthvað við stelpurnar þar, ég er eins og hálfdrukkin manneskja, án 450 millilítra. Nú er ég farin að sofa í hausinn á mér.

Sendi hrafnasparkið mitt til Stranda Jóns,,,en hann má eyða því og henda því á hauganna.....Jón, ég er komin með þetta.

Engin ummæli: