miðvikudagur, júní 30, 2004

Góður vinur Illugaskottu sem er ættaður frá Brekku í Sveinsstaðahreppi í Austur-Húnavatnssýslu rak upp risa stór augu þegar hann var að lesa heimasíðu umhverfisráðherra siv.is á mánudagskvöldið, en þar var mynd af bóndabænum Sveinsstöðum sem eru í Sveinsstaðahreppi í Austur-Húnavatnssýslu.

Ráðherra vor hafði barasta flutt Sveinsstaði, en undir myndinni stóð: Sveinsstaðir í Skagafirði. Humm, Sveinsstaðir hafa verið í Húnavatnssýslu í nokkuð mörg ár, alla vegana áður en hann fæddist, en það var árið 1969. Þetta gat ekki staðist,,,að það væri búið að færa þá yfir í aðra sýslu með hjálp umhverfisráðherra.

Vinurinn klóraði sér í hausnum og ákvað að láta vita af þessu. Hann sendi ráðherra tölvupóst. Ráðherrann hringdi í vininn í dag. Þakkaði honum kærlega fyrir að benda sér á þetta, hún gæti bara ekki gert honum Magga vini sínum þetta og að hún væri búin að leiðrétta þetta.

En þið sem ekki vitið þá býr Magnús á Sveinsstöðum. Vinurinn varð kátur þegar hann heyrði að búið væri að flytja Sveinsstaði aftur yfir í Austur-Húnavatnssýslu, og vonandi verður hann Maggi aftur kátur,,Maggi Sveinsstaðabóndi. Búin að fljúga þarna á milli sýslanna.

Annars þá skelli hlær marbendill núna, hann heldur um ístruna og hún hristist, hann liggur á gólfinu. Ég ætla að fara að hlæja með honum og svo ætlum við að elda flatböku og ræða um hafmeyjur og hafstramba.

Engin ummæli: