föstudagur, júlí 02, 2004

Ég er í mínum pælingum en þarf að styðja þær með annarra manna pælingum. Þetta er meginkjarninn í þessu öllu.

Ætti ég að breyta um ritgerðarefni? Fara yfir í efni eins og
"Sögulegt yfirlit yfir þróun náttúruverndar á Íslandi" í staðinn fyrir
"Fornar upprunaútskýringar á náttúrunni í eddunni" ? Veit það svei mér ekki. Hitt er auðvelt og vel afmarkað, en verra en hrútleiðinlegt, en það gamla er margþáttað en ótrúlega skemmtilegt viðfangsefni, sem þýðir að í það fer mikil vinna.

Er bara að koma heilanum aftur af stað. Sólbrann í dag, eins og venjulega. Manga flýgur, hrafninn flýgur! en Imba er frek, opnar ginið og heimtar mat, vill helst ekki fljúga og vill láta mata sig. Manga sofnaði á handlegg eins túrhestsins, hraut með hausinn undir væng.

Á sunnudaginn verður hægt að horfa á úrslitaleikinn í fótboltanum, í gamla bragganum á Hólmavík. Þar verður breiðtjald og bjór, Lára og Þorvaldur koma líklega, því það verður bjór en einnig vegna fótbolta. Svo er ball með hljómsveitinni Hraun í Árnesi, Trékyllisvík á laugardaginn, og svo er kvikmyndahátíðin 101 Hólmavík að byrja á sunndaginn. Nóg að gerast hér, það verður draugurinn að segja.

Engin ummæli: