mánudagur, júní 21, 2004

Át soðin sel í hádegismat. Þetta er besti matur sem ég hef smakkað síðan ég fékk elgssúpuna hjá Garry úti í Canödu. Spikið og kjötið er eins og sælgæti. Vá! Selur er minn uppáhaldsmatur núna.

Hrafnarnir stækka ógnar hratt, og éta rosalega mikið. Ég hef varla við að mata þá af hundamat og fiski. Sólin er búin að vera hress hér í dag, allir í góðu skapi og nóg að gera.

Á von á henni Binnu í heimsókn í júlí, hún sagðist þurfa að sveitast eitthvað. Einnig kannski hann Einar, og einnig Þórdís. Binna og Þórdís hafa aldrei komið á Strandirnar áður.

Þetta er snilldar sumar. Ætlaði í Kaupfélagið eftir vinnu til að kaupa tekex, en lokað. Ét þá bara sel í staðinn.

Engin ummæli: