sunnudagur, júní 20, 2004

farin og komin aftur á Strandir.

Fór norður heim á Blönduós, gekk á fjallið Spákonufellsborg á föstudaginn með Guðrúnu Ósk, við komumst ekki á toppinn, en það verður gert næst. Guðrún Ósk var með svo mikið hælsæri að ég lét hana ganga á sokkunum niður fjallið, hún fékk svo rafmagn í rassinn og datt í mýri,,fékk sko rafmagnið í rassinn þegar hún var að klöngrast yfir rafmagnsgirðingu með mér. Greyið, en hún var hress með ferðina. Sáum fullt af fuglum, blómun og yfir sýsluna okkar.

Síðan fór ég að Hólum í Hjaltadal, að heimsækja skólabróður minn. Fór þar í draugagöngu klukkan 22:00 um kvöldið. Það var magnað spennandi og skemmtilegt.

Svo tók ég því rólega heima, skipti um olíu og olíusíu, ásamt því að bæta olíu á gírkassann sem var frekar olíulaus...ég er skussi.

Manga er víst farin að fljúga,,Manga hrafn.
Bestu Kv frá Björk..ps, allir hressi á Blönduósi, alltaf gaman að koma heim.

Engin ummæli: