þriðjudagur, júlí 13, 2004

Spánn hér í morgun en kólnaði eftir hádegi. Er búin að vera hörkudugleg að baka fjallagrasabrauð og bollur, húsmóðirin helltist yfir mig. Svo komu gestir Binna, Bjartmar og kærastinn hans. Þau átu og átu, eins og besta úlfahjörð, gerði ofur kaffi fyrir þau. Sýndi þeim galdrasýninguna og svo brunuðu þau út á Krossnes.

Á eftir að tína ilmreyr, birki og hvönn í dag, ætla að redda mér hvannarót því hún er víst allra meina bót, svo þarf ég að lesa margt og mikið.

Vinna á morgun, hrafnarnir stækka ógurlega. Varð bara að setja þessu vísu hér inn eftir hann Kristján Hreinsson skáld.

Núna landsmenn fagnað fá
því Framsókn er að hverfa,
minni verður þjáning þá
hjá þeim sem landið erfa.

Kristján Hreinsson, skáld

Kannski hverfur framsókn, og mikið ósköp er hann Halldór Ásgrímsson leiðinlegur á að hlusta, kraftlaus og ósannfærandi. Hann gjörsamlega ætlar að fórna öllu fyrir það að troða sér í forsætisráðherrastólinn eftirsótta, hann lepur allt upp eftir sjálfstæðismönnum og styður þá í einu og öllu. Furðulegt, afhverju er framsókn til yfir höfuð sem flokkur?
Þeir ættu bara að sameinast sjálfstæðisflokknum og leggja niður þennan hællærislega og afturhaldssama flokk.

Bestu kveðjur frá Illugaskottu sem er alveg orðin snar rugluð á þessu fjölmiðlafrumvarpi sem er að drepa þjóðina úr leiðindum. Leyfið okkur bara að kjósa og hættið þessu þvargi segi ég nú bara við okkar þreyttu ríkisstjórn.

Engin ummæli: