föstudagur, júlí 16, 2004

Heyrst hefur til eyrna Illugaskottu að landverðir í Herðubreiðarfriðlandi og Öskju hafi ákveðið á fundi í gær að flagga ekki í hálfa stöng. Þetta er leytt að heyra vegna allra þeirra fórna sem búið er að færa fyrir þennan atburð seinustu tvö sumur.

Flaggað var í hálfa stöng þann 19. júlí 2002 og 2003 vegna þess að þá undirrituðu stjórnvöld viljayfirlýsingu við Alcoa að taka upp samstarf við þá. Þar með var búið að undirrita dauðadóm yfir stóru landsvæði sem fer undir miðlunarlón norðan Vatnajökuls.

Flaggað var í hálfa því við vildum tjá sorg okkar yfir þessum atburði.

Umhverfisstofnun missti vitið og sendi mér hinar og þessar spurningar,ég varð að fá mér lögfræðing til að svara fyrir það afhverju ég flaggaði í hálfa stöng.

Afhverju flagga þau ekki í hálfa stöng? Veit það ekki. Ætla ekki að spyrja þau. Þeirra ákvörðun sem þau þurfa að svara fyrir núna og í náinni framtíð. Ég fæ sting í magann og hjartað yfir því að hugsa til þess að hótanir og kúgun koma í veg fyrir að fólk tjái skoðanir sínar.

Landverðir í Herðubreiðarfriðlandi og Öskju árin 2002 og 2003 voru einu landverðirnir sem hafa tekið þátt í þessum mótmælum. Hinir hafa verið skálaverðir í Kverkfjöllum og Snæfelli, og einstaklingur búsettur í Grágæsardal yfir sumartímann, nafn hans er Völundur.

Ég hugsa oft til Herðubreiðar, Jökulsár á Fjöllum, Dyngjufjalla, Öskju, Ódáðahrauns og svartra sanda. Merkilegt hvað landsvæði geta haft sterk ítök í manni. Kannski fer ég í heimsókn á hálendið í haust?

Ég hugsa líka til landvarðanna sem hafa neitað því að fremja seiðinn.

Hvað eru þau að hugsa?

Engin ummæli: