Illugaskotta hefur aldrei á sinni lífslöngu ævi verið eins skapstór, skapbráð og með stuttann þráð. Það er eins og það logi eldur í æðum mér við hvert það mál sem á móti mér blæs. Í gærkveldi, kvöldið þar áður, í morgun...þetta ætlar engann enda að taka.
En nú get ég æpt af gleði,því ég hef fundið það...ég sauðurinn sjálfur, sauðþjófurinn sjálfur. Fattaði loksins það augljósa í ritgerðinni. Mikið er gaman að vera sauður og fatta eitthvað sem er búið að liggja fyrir framan mín augU.
Ég er hætt að vera með samsæriskenningar, ákvað það í gær. Fór í heimsókn til Sigga Atla í gær hann er búin að klippa sig og snyrta..ætlaði ekki að þekkja kauða. En Buch var líklega með eitthvað inná sér, kannski bara biblíuna því hann er svo trúaður.
Ég er á Árnastofnun núna, hér er rólegt og gott að vera, allir eitthvað rólegir,,,,,sem er gott fyrir mig.
Ég hlakka til að fara á Strandir í nóvember og eiga góða daga í Sæbergi með hinni norninni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli