sunnudagur, ágúst 15, 2004

Bráðnaði fram úr rúmminu,,blessuð sólin steikir allt og alla. Ég er sauðaþjófur=Húnvetningur.

Að sögn Sigga og Jóns þá er þetta alþekkt staðreynd meðal Strandamanna,,,hummmm huxaði Illugaskotta. Kannski alþekkt Strandaþekking til að gera Húnavatnssýslu skemmtilegri... Illugaskotta var samt ekki viss,,en skyldi ekki grínið því aldrei heyrt þetta áður.

En aðalmálið er og verður að Húnavatnssýsla hefur ekki á sér góða ímynd, hvort sem við erum sauðaþjófar eða ekki. Einhvern vegin er ekkert skemmtilegt og uppbyggjandi að gerast þar.

Humm,,þar er duglegasta vegalöggan að störfum. Blönduós á að markaðsetja sem matvælabæ og hátíðin Matur og menning er orðin fastur liður. En það vantar eitthvað fyrir sýsluna.. Heilabrot, Illugaskotta hefur ekki verið á svæðinu mikið síðan hún fór í nám til Reykjavíkur 16 ára.

Það þarf að gera Húnavatnssýslu að spennandi svæði til að heimsækja. Nóg er sagan, nokkrir hólar sem gaman er að skríða upp á. Mikil veiði bæði fugl og fiskur. Á Blönduósi er elsta hús á Íslandi, sem búið er að gera upp, en það stendur tómt. Hillebrandtshúsið.

Veit það ekki, það þarf að vera áhugi fyrir þessu í héraðinu annars gerist ekki neitt.

Engin ummæli: