þriðjudagur, ágúst 17, 2004

Imba hrafn birtist í dag, eftir næstum því tveggja vikna fjarveru úr vinnu. Illugaskotta var ekki að trúa þessu að hrafninn væri kominn.....og hvar hefur hann verið???? Það er ein alsherjar spurning sem ekki er auðvelt að svara.

Sólin hefur grett sig í allan dag framan í mig og fleiri. Vökvaði þak Galdrasýningarinnar í gær, en Illugaskotta heldur að það hafi rignt svona um það bil þrisvar sinnum í allt sumar hérna á Ströndum.

Er á leið í frí fram á næstu viku, fer á Blósinn í kvöld, og svo í Reykjavíkina á fimmtudaginn. Síðan verður svifið af draugasið upp í Dómadal í brúðkaup á laugardaginn en það er hann Helgi vinur minn sem er að fara að giftast henni Maríu. Þetta verður úti brúðkaup og mikið af fólki yfir 100 manns...örugglega gríðarlegt fjör.

Mikið grín og allt það.

Illugaskotta bjó til rannsóknarspurninguna fyrir ritgerðina í dag, ásamt því að lesa yfir mitt gamla minnispunktadrasl! Ég hef verið á einhverri sýru þarna í vetur, eða bara veit það ekki. En náði greinilega ekki fókusi í neinu .

Eigið þið góða daga. Það mun ég gera. Bless.

Engin ummæli: