þriðjudagur, janúar 18, 2005

Hey! Það er þriðjudagur..eina ferðina enn. Fátt að gerast, nema grúsk, ægileg umferð í Reykjavík á morgnana, allir einir í bíl, eins og ég. Maður ætti að eiga hest og ríða í bæinn. Útvarpsstöðvarnar eru hver annarri lélegri á morgnana,,allt of mikið af kjaftæði, og ef það er ekki kjaftæði þá er það alltaf sama tónlistin....frábreytni og hugmyndaskortur einkennir útvarpsstöðvar í dag.

Kleinur...skonsur..rúgbrauð með kæfu,,,fjöll, hellar, jökulár...víðáttur og svartir sandar. Þangað væri gaman að fara. Hux.....

Til allt of mikið af fólki sem hugsar bara um að koma sér áfram, um eigins hagsmuni, gefur skít í hugsjónir,,veit af allt of mörgum sem eru þannig, nefni engin nöfn, en það er freistandi...blogg heimurinn liggur á landamærum ærumeiðinga, lyga, manns eigins sannleika, manns eigins skilnings, kannski líka er þetta allt skáldskapur? Hver veit? Ég er kannski bara að skálda allt sem hefur komið hérna fram?

Snorri Sturluson,,,,var töffari, vildi að ég hefði þekkt hann, enda átti hann heitapott, fannst gaman að pára á skinn og hafði áhuga á fornum fróðleik.

Engin ummæli: