miðvikudagur, janúar 19, 2005

Illugaskotta er að lesa góða bók, sem heitir Arabíukonur, og er eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur. Nú verð ég barasta að fara til Arabaríkisins Oman, sem er stýrt af þvílíkt góðum soldán, sem er víst líka algjörlega hýr, en um það er ekki talað því hann er svo góður við þjóðina sína og hefur rifið hana upp í skipulagt samfélag. Konur þarna vilja flestar vera með blæjuna, því þeim finnst þær vera öruggari, og annað sem er stórmerkilegt, er að það eru sömu laun fyrir kalla og konur í Arabalöndunum. Hvað með litla og ægilega janfréttissinnaða Ísland?!!!! Nei, þar lýðst launamisrétti sem er algjört hneyksli.

Framsóknarsápan er að fara yfirum, er hætt að hlæja af þessari sápu þessa drukknandi flokks. Þetta er orðið vandræðaleg og alveg yfirgengilega þreytandi sápa. Halldór yfirsápumeistari verður nú að fara að birta fundargerðir, til þess að hreinsa sig og horfast í augu við sannleikann. Þjóðin vill ekki gleyma þessu, þótt sápumeistarinn segi henni að horfa fram á við, og ekki að vera að hjakkast í fortíðinni. Birtir einhverja yfirlýsingu og neitar að birta fundargerðir. Þetta er gruggugt mál, og þarf að opinbera strax!!! Lýðræðið er fótum troðið og réttlætið einnig.

Ég sjálf vil ekki segja neitt frá sjálfri mér, því lífið mitt er bara flatt, tilbreytingarlaust og ritgerð. Er ekki að vorkenna mér, bara gera hlutina er það eina sem gengur fyrir. Bestu kveðjur frá fræðidraugnum og norninni: Illugaskottu!!!!

Engin ummæli: