laugardagur, apríl 23, 2005

Illugaskotta fór til læknis á mánudaginn seinasta,,,heimilislæknirinn var í fríi, þannig að hún fékk afleysingar gaur í staðinn. Hann var nú meiri maðurinn. Hátt kólestról er í ættinni minni, þannig að ég bað hann um beiðni fyrir blóðprufu til að vita hvar ég stæði. Maðurinn tók þá upp á því að vera ofsa klár og mikill spekingur og sagði við mig:" Það er nú bara staðreynd að við deyjum öll einhvern tímann, annað hvort úr krabbameini eða hjartasjúkdómum". Illugaskotta var svo sybbin og sljó að hún sagði bara "já"....í staðinn fyrir að segja" Afhverju ert þú ekki að vinna á bensínstöð.

Sem sagt en fékk beiðnina og hef mikið hugsað um orð þessa manns. Afhverju er svona fólk að taka að sér að vera læknir,,?,,,ef það hugsar sem svo að við drepumst öll hvort sem er. Illugskotta er ekki sátt við svona framkomu, auðvitað drepumst við öll, en það er ekki þar með sagt að maður eigi ekki að hugsa um líkamann á sér.

Annars er logn á miðunum, ég er lennt hér á þessu landi, er að vinna í ritgerðinni, vorið er komið, fuglarnir syngja hátt og ég hlakka til að flytja á Strandirnar. Það gengur ekkert að selja gamla Rauð, jeppann minn. Í kvöld fer ég í veislu á Nasa, 30 ára afmæli...það verður fjör. Vonandi kemst djamm djöfulinn ekki í glasið mitt.

Engin ummæli: