miðvikudagur, apríl 20, 2005

Á morgun er sumardagurinn fyrsti. Í dag er sólin hress, ég er búin að vera að flandrast um bókasöfnin og búin að lenda þar í ófáum endurteknum ævintýrum, alltaf það sama sem ég lendi í og alltaf sömu lausnirnar.

Þessu bókasafnslífi fer að ljúka þann 13. maí. Það er dagur lífs míns þetta árið, þá skila ég fjórum eintökum af ritgerðinni minni og mun krækja mér í enn eina gráðuna, M.A próf í umhverfisfræðum, ofan á B.A gráðu í þjóðfræðum, en margt annað sem ég kann en hef aldrei fengið staðfest að ég kunni, bréflega séð. Ég kann t.d. að baka fjallagrasabrauð og búa til skyr,,,einnig kann ég að skipta um dekk, olíu og olíusíu,,,og ótal margt fleira sem ég kann, sem margir aðrir kunna einnig, t.d. kann ég líka að galdra,,,,það kunna ekki margir.

Blue wolf woman, er komin með annað indjána nafn, þetta er nú undarlegt, nú hef ég tvö nöfn frá þeim, hitt nafnið er Míkwamí Íkwe, eða Ískonan,,þessi heimur þeirra heillar mig meira og meira, eftir því sem ég læri og skil meir út á hvað menning þeirra og siðir ganga út á. Illugskotta flytur einnig út til Canödu í haust til indjánanna, í óakveðin tíma, mörg verkefni í bígerð, vonandi gengur þetta allt upp.

Í kvöld er mér boðið í grill,,,,bestu kv og gleðilegt sumar til ykkar allra. Ps. þetta vor er svo miklu betra en vorið í fyrra. Stundum þarf maður að ganga í gegnum erfiða og leiðinlega hluti til að komast yfir í góðu og fjörugu hlutina.

Engin ummæli: