þriðjudagur, maí 17, 2005

Illugaskotta er búin að fara á Blönduós,,,síðan á Hólmavík. Fyrsti vinnudagurinn var í dag, frábært að vera úti í garðvinnu. Gæti ekki verið betra að vera drepast í öllum vöðvum, Illugaskotta er lifandi draugur. Galdrajurtirnar koma vel undan vetri, það vantar nokkrar en ekkert mál að redda þeim, ásamt því að bæta smá mold á þær allar.

Á morgun höldum við Siggi Atla áfram að laga garðinn, síðan verður byrjað að mála hús Galdrasýningarinnar að utan í vikunni. Það verður fjör, því draugurinn er ægilega lofthræddur.

Fór í Bjarnarfjörðinn eftir vinnu í dag, lá í pottinum þessum náttúrulega eins og skata, meðan fuglar alheimsins sungu endalaust um ástina, vorið og allt þetta tilfinningalega dæmi. Þetta er besti pottur sem Illugaskotta hefur legið í..það er ekkert betra en að vera í góðri vinnu og búa úti á landi í friði frá mengun og ólátum borgarinnar. Eða hvað,,,???? er ekki að koma ægileg mengun úti á land???

Ég er sveitavargur númer eitt!!!!!! Sem er komin með nóg af heimskulegum álvershugmyndum, er ekki komin tími á eitthvað nýtt og uppbyggilegra en mengunahús úti á landi????

"Álver hér,,og mér líður vel",,,þetta segir Valgerður "Álgerður" þar sem hún leikur sér með landakortið og hendir teningum yfir það til að ákveða hvar næsta mengunaræxli landsins muni rísa. Svona sér Illugaskotta þetta fyrir sér, kannski er þetta ekki svona,,en þetta er martröð mín.

Við verðum að fara að hugsa út í það að með því að reisa álver erum við að menga landið okkar, vatnið okkar og andrúmsloftið. Þessar auðlindir er ekki auðvelt að endurheimta þegar þær eru mengaðar eða glataðar eins og land sem fer undir uppistöðulón fyrir virkjun. Það verður að fara að finna eitthvað annað fyrir fólk úti á landi en stóriðju. Fá unga fólkið aftur heim í héröðin með sína menntun og bjóða upp á nýsköpunarstyrki fyrir hverja sýslu sem atvinnuskapandi fólk getur sótt í sem vill vinna út frá atvinnuskapandi hugmyndum, en ekki áli takk!

Frændi minn einn er Akureyringur, hann er með hálendisvegi yfir Arnarvatnsheiði og hann er með því að hringvegurinn hætti að fara í gegnum Blönduós. Enda býr hann í einum af fimm bæjum landsins, aðrir bæir eru ekki til á landakortum stjórnmálamanna. Þessir bæir eru: Akureyri, Egilsstaðir, Höfn, Reykjavík og Ísafjörður. Hálendisvegur yfir Arnavatnsheiði er ömurlegasta hugmynd allra tíma, segir Illugaskotta. Þessi vegur yrði á sömu hæð og Langardalsfjallið,,,sem þýðir klikkuð veður yfir vetrartímann...og annað afhverju ekki að leyfa einu svæði á hálendinu að vera án vegs og annarra mannvirkja.

Hætt núna,,,það sprakk einhver hugsunar æð í hausnum á mér. Farin að sá kryddjurtum.

Engin ummæli: