fimmtudagur, maí 19, 2005

Illugaskotta er með ælupest, beinverki og hita. Gat unnið í dag, en um fimm leytið byrjuðu herlegheitin. Jæja þessu verður að taka..bara undarlegt að fá pest að vori til þetta tilheyrir dimmum vetri.

Garðurinn fyrir utan Galdrasýninguna verður sífellt flottari, Siggi Atla er að smíða algjörlega frábærlega hannað borð, úr rekaviði og hnúfubaks kjálkabeinum. Og ímyndi hver og einn sér hvernig það lýtur út.

Fór í dag í jurtaferð, til að ná í Burnirót í galdragarðinn. Vindurinn er napur, norðan garri, en sólin skín flesta daga.

Sá ekki söngvakeppnina, lá milli heims og helju,,í mínu hitamóki, gæti ekki verið meira sama um búning Selmu, söng hennar eða frammistöðu. Undarlegt hvað þessi þjóð verður alltaf óð í allt. Óð í sódastream, fótanuddtæki, fellihýsi, megurnarkúra, risa stóra ameríska jeppa,,,og nenni ekki að telja upp meir sem þessi þjóð hefur verið óð í eða er óð í.

Veður úr einu í annað,,og svo er annað einkenni sem er hið algjöra minnisleysi, eitthvað gerist í samfélaginu og allir búnir að gleyma því eftir svona 2 vikur. Merkileg og nothæf staðreynd sérstaklega fyrir stjórnmálamenn sem eru ótrúlega duglegir að slá ryki í augu kjósenda...enda kjósa flesti flokka eins og fótboltalið.

Farin að lesa Pope Joan, gríðarlega merkileg bók, um kvenpáfa sem var víst við stjórnvöllinn í Vatikaninu árið 890 og eitthvað í tvö ár. Enginn vissi að hún væri kona, fyrr en hún varð ólétt. Eftir fæðingu barnsins var hún grýtt til dauða á götum Rómar, en barnið, ég veit ekki hvað varð um það.

Engin ummæli: