mánudagur, júní 20, 2005

Góður dagur í gær, það var nóg að gera á Galdrasýningunni. Illugaskotta leiðsagði fyrir 23 manna þýskan hóp, síðan komu kvikmyndagerðar mennirnir Páll Steingrímsson og Friðþjófur Helgason. Þeir eru að vinna að heimildarmynd um íslenska hrafninn, Jón lærði stóð sig sem hetja og það gerði Glóinn líka.

Síðan æddi Illugaskotta í sund og þegar heim var komið var búið að elda sel. BESTI MATURINN, þetta kjöt bráðnar í munninum á manni. Selur er þannig matreiddur að hann er soðinn í potti og salti bætt út í. Síðan er hann borðaður með soðnum kartöflum, hvítri sósu og rauðvíni ef það er til, annars er það blávatnið. Illugaskotta át eins og besti draugur,,,,smjatt smjatt.....

Kuldaboli ætlar sér að dvelja lengi hér á Ströndum, vona að hann fari að koma sér í frí eitthvert annað.

Hálendið heillar mig til sín, þangað held ég á fimmtudaginn.

Engin ummæli: