þriðjudagur, júní 21, 2005

Illugaskotta hefur skömm á því að ekki sé hægt að sækja um starf sem sendiherra. Heldur er þessu starfi úthlutað til einhverra og all flestir eru þessir einhverjir karlar. Ósanngjarnt og undarlegt allt saman. Ef staðan væri auglýst má segja að alls kyns hæfileikaríkt fólk myndi sækja um.

Þreyttir stjórnmálamenn,, stjórnmálamenn sem ekki er þörf fyrir lengur hér á klakanum, hátt settir embættismenn innan ríkisins og fleiri sem tengjast einhvern veginn inn í í stjórnkerfið fá þessi störf. FÁRANLEGT...og þessu ætti að útrýma úr stjórnsýlunni.

Nú ætla ég að hætta að skammast, það er líka leiðinlegt. Nú ætlar Illugaskotta að vera kát, því hún er að fara í ferðalag á fjöll og líka að fara heim til sín. Kuldinn er ægilegur hér á norðurlandinu, gróðurinn hefur haldið í sér en er rétt tekinn að lifna við.

Þangað til næst sem verður eftir viku, segir haninn:"Hana nú, nú er komið sumar".

Engin ummæli: