laugardagur, júlí 02, 2005

Illugaskotta er nú stödd í Reykjavík, á leið í brúðkaup eftir 45 mínútur. Mér var falið það verkefni að búa til brúðarvöndinn, og já það hefur verið höfuðverkur, vegna þess að í honum áttu að vera íslenskar jurtir sem tengjast þjóðtrú og lækningum. Illugaskotta er ekki vel að sér í því hvar jurtir vaxa hér á suðurtánni, þannig að draugurinn er búin að vera á hinum undarlegustu stöðum að leita að jurtum. T.d. í Grasagarðinum, Öskjuhlíðinni, skurðköntum og fleirum undarlegum stöðum sem draugar sveima stundum um á.

En vöndurinn er tilbúinn í honum eru jurtirnar: Burnirót, birki, reynir, maríustakkur, fjalladalafífill og blágresi. Ég veit ekkert hvar ég mun hitta brúðina, en venjulega reddast allt sem tengist mér og Fríðu, vegna þess að við erum hinar ótrúlegu nornir..nú hlæ ég.

Hér sit ég nýgreidd af henni Valdísi Veru snillingi, í bláum síðum kjól...og kann varla að hreyfa mig í þessu. Gaman að klæða sig upp, þetta verður góður dagur.

Engin ummæli: