mánudagur, júlí 04, 2005

Ferðin var góð suður, hitt mann og annan og miklu meira en það. Það er nú fjör að vera til eða er það ekki?

Súldin liggur hér yfir, nóg var að gera í dag. Hlautbollinn vekur forvitni hjá gestum, Illugaskotta heldur að það hafi ráðist á hana draugur í morgun, en hvað um það. Illugaskotta henntist upp í loftið og gargaði, þegar hurðin að hlautbollaherberginu lokaðist allt í einu af sjálfu sér.

Svona verða draugasögur til.

Það var svo mikil umferð suður, að ég er skil ekkert í því afhverju byggð úti á land sé ekki lögð niður af ríkisstjórninnni. Þá þarf þetta Reykjavíkur lið ekkert að fara út á land, lenda í umferðarhnútum og öllu þessu. Það getur bara verið heima með fellihýsið sitt!!!! Pakkið með hús eitthvað í eftirdragi var margt úti á vegunum í gær.

Það þarf að innleiða aðra ferðamenningu. Ekki hús í rassgatið ferðamenningu!

Engin ummæli: