miðvikudagur, ágúst 03, 2005

Illugaskotta brunaði í gærkveldi eftir vinnu og át á söltu lambakjeti,,, með einn Íslending, einn Breta og einn Bandaríkjamann í sund á Krossnesi. Það var fjör, útlendingarnir voru að frjósa ef þeir stungu sínum öxlum upp úr vatninu..en ég og Binna erum miklir jaxlar enda Íslendingar...og stungum okkar öxlum mikið upp úr lauginni til að sýna þeim að hvorki kaldur vindur né nokkur önnur náttúruöfl myndu koma okkur í vist hjá henni Hel.

Hins vegar tjáði Bretinn mér eftir laugarferð, að hann hefði upplifað margt á sinni ævi hér og þar um heiminn. En þessi sundlaugarferð, væri eitt það eftirminnanlegasta sem hann hefði upplifað..laug niður við Atlantshafið, undir berum himni lengst norður í einhverju, eins og hann sagði. Draugur varð kátur..og svo komum við heim í nótt, þreytt en alsæl.

Það eru komin krækiber, en ekki hef ég enn þá séð bláberin góðu.

Engin ummæli: