mánudagur, ágúst 01, 2005

Í gær fór Illugaskotta á frábæra sýningu um Kvennaskólann á Blönduósi, sem sett var upp í skólanum sjálfum af Aðalbjörgu Ingvarsdóttur, þessi sýning er mögnuð og á lof skilið.

Annað sem ég sá er að stofna þarf aftur Kvennaskólann á Blönduósi, þar sem kenndar yrðu hinar margslungnu mataraðferðir forfeðra okkar og formæðra. Einnig yrðu hinar ýmus hannyrðir kenndar. Boðið yrði upp á hin ýmsu námskeið sem væru bæði stutt og löng í tengslum við matarmenningu og handverk ýmisskonar. Staðurinn er þarna, húsið, og allt. Það þarf einungis að koma skólanum aftur af stað. Nýsköpun og kraftur er það sem þarf inn á Blönduós. Ég skora á bæjarstjórnina á Blönduósi að taka þetta mál fyrir og koma þessu verkefni af stað. Vonandi verður það gert.

Fékk símtal frá Binnu vinkonu í dag, hún er að koma á Strandirnar í fylgd tveggja Ameríkana. Það verður nú gaman að hitta hana svölu Binnu, New York farann og konuna sem kom mér til þess að vera þrælahaldari í New York í desember 2003! Það var ein versta upplifun Illugaskotta nokkrun tíma í útlöndum.

Draugurinn er kátur vegna þess að VERSLUNARMANNAHELGIN ER BÚIN! og útvarpið getur tekið ró sína á öldum ljósvakans, nú eru þetta bara dagar,,,ekki óðsmannsæði og múgæsingar helgin brjálaða..hún er farin og kemur aldrei aftur.

Engin ummæli: