þriðjudagur, september 27, 2005

Núna er internetið hér í lagi, og ég nota tölvuna í dag. Fríða klukkaði mig og vill að ég segi fimm staðreyndir um sjálfa mig.

1. Ég er góður kokkur og bakri, þegar ég nenni því
2. Ég elska skyr, bláber og jarðarber.
3. Ég bý á indjána verndarsvæðinu Hollow Water í Kanada.
4. Mér finnst gaman að læra nýja hluti eins og sigla bátum og kanó.
5. Ég er óendanlega kát með lífið og tilveruna.

Verð að bæta við númer sex: Mér er illa við moskítóflugur!

Fórum til Winnipeg í dag að ná í einn indjána sem þarfnast hjálpar, hér mun Gary kenna honum að bjarga sér, í gegnum hefðir og siði indjána.

Núna er ég að fara út að klára að mála kanúinn minn svartann. Við veiddum engan elg í gær, en sáum fullt af öndum. Það eru um það bil 5 bjórahús hér við ána.

Á leiðinni til Winnipeg sá ég Bald Eagel í návígi ásamt krumma nokkrum þar sem þeir voru að gæða sér á gæs, bara si svona beint á veginum. Þessi örn er mikilfenglegur fugl. Ef við veiðum ekki elg, þá mun vera keyptur eitt stykki vísundur fyrir veturinn. Þá þurfum við að vinna hann allan, flá hann og vinna kjötið.

Síðan ég kom til Kanada, þá hef ég t.d. lært að: Kveikja almennilegann eld, ég kann á utanborðsmótor og hvernig á að stýra. Ég er að læra á kanú, sem er frekar erfitt þegar það blæs vindur á móti, þá bara rær maður á sama stað endalaust. Einnig er ég búin að læra að slaka á! Bara nota tímann, nógur tími segir indjáninn sem hér býr, og Illugaskotta hlustar á það og vinnur sitt. Ég að ég myndi nú seint læra að slaka á, kannski mun ég einn daginn læra eitthvað fleira sem mun koma mér til góðs. Núna hlær Illugaskotta draugslegum hlátri.

Bestu kveðjur heim,,,,stundum vildi ég að þið gætuð séð hvað ég er að bjástra hérna.

Engin ummæli: