miðvikudagur, nóvember 09, 2005

Fyrsti snjórinn féll í nótt. Illugaskotta er kát og það er aftur farið að snjóa. Var ekkert ofsa hress á mánudaginn en allt tekur enda. Tré féllu í gær á veginn, símalínann fór í sundur og allir voru hressir með það.

Var í gærkveldi í Winnipeg á líkvöku. Það er skrítið, þá koma allir saman í kapellu. Þar er gospel söngur, matur, fólk talar saman, hlær og allt annað. Tók okkur 4 tíma að keyra heim, í stað 2 1/2. Vegurinn var slæmur, slabb og þykkur snjór. Keyrði alla leiðina til Pine Falls var þá algjörlega komin með nóg að keyra á 50 km hraða, renna til og frá og reyna að halda sér inni á veginum.

Margt hefur breyst í kollinum á mér, umbreytingar stórar og einnig á mínum verkefnum. Nú er einn höfundur bókarinnar fallinn frá, en sem betur fer tókst mér að taka eitt langt viðtal við hann um þá hluti sem við erum mest að tala um.

Fyrir viku síðan þegar ég var að keyra til Pine Falls, ákvað ég að stoppa hjá húsinu hennar Elísabetar og stíflunni hennar. En vitið þið hvað!? Það var búið að rífa húsið hennar í sundur, og einnig stífluna hennar. Greyið var syndandi um þarna, í kringum sitt sprungna hús og með allan matinn sinn fyrir veturinn allt í kringum sig. Greinar og börk. Ég spurði Gary hvað hefði gerst. Hann sagði að Highway Manitoba hefði líklega sprengt húsið með dínamíti og rifið stífluna í sundur með gröfu. Í stað þess að veiða bjórinn lifandi og hans fjölskyldumeðlimi og færa þá langt inn í sveit, ákváðu þeir að sprengja allt í tætlur. Þetta er þeirra náttúruvernd sagði Gary.

Nú er komin vetur, og ég sá einn bjór synda um í gærdag við sprungna húsið sitt, þetta er ekki gott. En þeir segja að vatnið sem bjórarnir stífla skemmi veginn,,,veit ekkert um það. En mun setja inn myndir af öllu í tætlum bráðum. Nú mun Elísabet annað hvort frjósa í hel eða hún fer og biður aðra bjóra um náð. Hún þarf að vinna sér inn rétt hjá þeim að meiga flytja inn. Svo ef hún er dugleg sem allir bjórar eru þá leyfa þeir henni brátt að flytja inn.

Inni í bjórahúsum er eitt stórt herbergi og svo á hver og einn bjór sína litlu eða stóru holu til að sofa í, merkilegra og merkilegra dýr finnst mér alltaf.

Bestu kv Björk

Engin ummæli: