laugardagur, desember 10, 2005

Það er rigning úti, Illugaskotta er í Winnipeg fram á miðja næstu viku, vegna þess að hún er í fríi frá indjánum, snjósleðum, gildrum, beitu og öllu sem tilheyrir Hollow Water, er eiginlega búin að vinna yfir mig þarna,,,hverjum manni er nauðsynlegt að breyta um umhverfi af og til.

Það hefur gengið upp og ofan að taka upp allt það sem ég þarf, en sé til hvert stefnir. Er að fara í bíó í kvöld að sjá nýjustu Harry Potter, sá seinast myndina Walk the Line sem er um líf Johnny Cash, sem er nú einn af mínum uppáhalds söngvurum.

Fer í heimsókn í Íslenska consúlatið á mánudaginn, þangað er alltaf gaman að koma. Það er ísing á öllum vegum, og allir eru úti í skurði.

Það er lítið um jólaundirbúning þar sem ég bý, ætli ég geri það ekki bara. Borðaði elgssamloku og heimabakað brauð í morgunmat í morgun. Vorum komin hingað um klukkan 3 í dag. Það er ægilegt að fylgjast með fréttum af þessum gíslum, þessum kanadísku og bresku gíslum í Írak.

Bestu kveðjur heim,

Engin ummæli: