sunnudagur, desember 11, 2005

Hæ! Hvar er þessi ægilegi vetur,,spyr draugur?,,,,,skil ekkert í þessu, get varla notað snjósleðabuxurnar mínar of heitt fyrir þær, þetta er meira ástandið. Þrammaði um borgina í dag það var hressandi kaldur vindur sem lék um hús og fólk.

Illugskotta er kát þessa daganna og hefur verið það flest alla sína daga hér í Kanödu. Það er skrítið að það sé 10. desember árið 2005, hvar ætli ég verði þann 10. desember árið 2006? Ætla að giska, á að ég verði einhvers staðar í útlöndum að herja með víkingum, leita að gulli og gersemum. Geri mér enga grein fyrir því hvar ég verð, en ég er hress hvar sem ég er á hnettinum. Var með smá heimþrá í gær, en það var í fyrsta skipti síðan ég kom. Hrissti það auðveldlega af mér með því að lesa leiðindar Morgunblaðið, svei og fuss...ekki hafa þeir breyst mikið stjórnunarhættir ríkisstjórnarinnar,,en einblínir hún eins og frosin haugur á stóriðjuna sem bara mengar loftið, hafið, vötnin, jörðina,,,,,og gefur stórfyrirtækjum peninga,,,,þvílíkur afturhalds stjórnvalda háttur segir Illugaskotta.

Landið lifir án okkar en við ekki án þess.

Smátt er framtíðin, að vinna að hugmyndum og hugarfóstrum sem gefa af sér hugmyndavinnu, er uppbyggilegt,,að skemma landið er niðurbrot fyrir fólkið, landið og dýrin.

Jæja það bíða mín stór verkefni í næstu viku að vera facillitator á fundi með gamla fólkinu, The Elders meeting,,,,mikið hlakka ég til. Slabb kveðjur heim.

Engin ummæli: