sunnudagur, júlí 24, 2005

Sunnudagur,,og það er sól...og mjög hressandi vindur úti. Fjör í gær, og Kotbýlið mun slá í gegn, það er magnaður staður. Hitti mann og annan í gærkveldi...og alltaf kemst Illugaskotta betur og betur af því að Ísland er lítið..það þekkja allir alla og einhvern veginn tengjast allir öllum á óbeinann eða beinann hátt.

Illugaskottu finnst ekki gott þegar neikvæðann tón kveður í garð náttúruverndar, stundum er fjallað um þjóðgarða og vernduð svæði á Íslandi með neikvæðum undirtón. Kannski þurfa viðhorf beggja að breytast þeirra sem vilja vernda og þeirra sem vilja nýta...það heldur Illugaskotta að sé besta ráðið. Nýjasta dæmið um lítilvægann nei tón, sem ég hef rekist á er úr fréttum hjá Ríkisútvarpinu þar sem fjallað er um að nú sé verið að beita sauðkindinni á lúpínuna í Bæjarstaðarskógi sem er í Þjóðgarðinum á Skaftafelli. Fréttin endar á þessum orðum:

Gamli bóndinn í Skaftafelli sagði raunar alltaf að lúpínuvandamálið væri auðleyst með beit en ráðamenn í þjóðgarðinum og helstu postular náttúruverndar í landinu telja sauðfé ekki eiga heima í þjóðgörðum og hafa þar til í vor þvertekið fyrir að hleypa því á hina helgu staði. Postular og helgir staðir! undralegt í alla staði finnst mér að taka svona til orða. En taki hver til sín sem á.

Valdís Vera og Laufey elduðu hádegismat fyrir mig í gær og komu með hann í vinnuna, það var ljúft. Núna eru þær úti í Bjarnarfirði. Ég hlakka til ferðalagsins míns í ágúst.

Engin ummæli: