fimmtudagur, júlí 28, 2005

Já já,,,það er að koma enn ein Verslunamannahelgin! Djö,,,, leiðist mér útvarpið um Verslunarmannahelgina..allir eru hressir að gera eitthvað ægilega sniðugt, með skuldahalann í borunni..grilla pylsur, tjalda fellihúsinu, kaupa bensín, kaupa ís, hlusta á tónlist, vera hress, leika við börnin, fá meiri skemmtiatriði, drekka meiri bjór, meiri vodka, labba á fleiri fjöll, sigla niður fleiri ár, reykja meira, tala meira...meira af öllu!

Draugur er massa fúllegg, ojbarasta! Ég er Schrooge á Verslunarmannahelgar, hef alltaf hatað þær...til skrattans með það að gera eitthvað, ætla ekki að gera neitt!..læt ekki múgæsinginn ná til mín. Nei skal liggja í bælinu, lesa endalaust af vísindalegu fræðilegu mjög alvarlegu efni sem fjallar ekki um útilegur og hvernig beri að haga sér við grillið!

Annars hef ekkert að segja sniðugt, enda eru draugar aldrei sniðugir, bara stríðnir og miklir tækifærissinnar!

Engin ummæli: