þriðjudagur, júlí 26, 2011

Húsráð dagsins er:

Gott er að þrífa borð, vaska, klósett, eldavélar og flest önnur eldhústæki með umhverfisvænum og heimagerðum legi sem er úr matarsóda og ediki. Setjið matarsóda á óhreinindin, dreifið ediki yfir og allt fer að freyða..og þá byrjar gamanið við að skrúbba og taka skítinn í burtu. Allt þetta fer svo út í lögnina og hefur ekki nokkur skaðleg áhrif á umhverfið. Þarft aldrei að kaupa framar eitraðann, sterk lyktandi eða fokdýrann umhverfis hreinsilög ef þú tekur upp á að nota þessa aðferð.

Í jákvæðum fréttum er þetta helst:

Það rignir og gróðurinn tekur við sér, sérstaklega bláberin og krækiberin,,,og auðvitað grasið. Ég hlakka svo til að geta farið að tína ber, þá ætla ég að þurrka þau, líka frysta, búa til saft og baka hrikalega góðar bláberja múffur. Það er gaman að klífa brekkurnar og rekast á bláar eða svartar þúfur.

Það heyrist oft í himbrima úti á firðinum, hann heitir Gavia immer á latínu og mér þykir hann óvenju fagur og tignarlegur fugl.

Syngur himbriminn, kvakar eða æpir hann? Hef aldrei vitað hvað það heitir þegar hann gefur frá sér sín ógnar fögru hljóð. Salatið mitt vex svo vel núna að það er hægt að fara að borða það út á hrökkbrauðið á morgnanna og með matnum á kvöldin.

Já það er margt sem er hægt að hoppa hæð sína í loft upp yfir í dag sem og aðra daga.




Engin ummæli: